Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 111
DVERGKAFBÁTARNIR
109
aðskildar hrúgur. í hrúgu Lorimers
voru einnig úrin hans tvö og tveir
krónómetrar af X-6, en hann hafði
ekki tímt að skilja þá eftir á hafs-
botni, heldur hafði hann falið þá í
stígvélum sínum, þegar þeir voru
að búa allt undir að sökkva X-6.
Og þessir hlutir sögðu sömu sög-
una, þ. e. að það væru tæpar 45
mínútur, þangað til sprengingin
yrði.
Þeir Lorimer og Cameron litu
hvor á annan og síðan þeir Godd-
ard og Kendall. Þjóðverjar höfðu
bannað þeim að tala saman, en það
var augsýnilegt, að þeir spurðu allir
sömu spurningarinnar: „Mundi
sprengingin kveikja í skotfæra-
birgðum skipsins og eyðileggja ekki
aðeins skipið heldur drepa alla
áhöfn skipsins?
Því var eins farið með Meyer
skipstjóra og fangana fjóra. Hann
fann, að tíminn var næstum á þrot-
um. Klukkan 07.36, rúmum 29 mín-
útum eftir að undirliðsforinginn
hafði fyrst komið auga á X-6 og
15 mínútum eftir að farið hafði ver-
ið með kafbátsmennina fjóra um
borð í Tirpitz, var áhöfn Tirpitz
skipað að búa skipið undir að halda
frá landi. Meyer grunaði, að tíma-
sprengjum hefði þegar verið kom-
ið fyrir undir skipinu, og hann vildi
því komast út úr tundurskeytagirð-
ingunni hið allra fyrsta. En það
liði heill klukkutími, þangað til vél-
ar skipsins væru búnar að fram-
leiða nægilega gufu til þess, að
unnt mundi að leggja af stað. Hon-
um datt í hug að láta dráttarbáta
draga Tirpitz burt tafarlaust, en
það voru engir dráttarbátar fyrir
hendi. Hið bezta, sem hann gæti
gert, væri að skipa tveim köfur-
um að kafa undir skipið í leit að
sprengjunum.
Þá sást skyndiiega til annars
dvergkafbáts við stefnið stjórn-
borðsmegin. Þetta var X-7, sem var
undir stjórn Godfrey Place, en hon-
um hafði einnig tekizt að leggja
tímasprengjur undir Tirpitz, aðra
nálægt stefni þess, nálægt sprengj-
um X-6, hina undir skutinn. Place
hafði gert ofsafengnar tilraunir til
þess að losa X-7 úr tundurskeyta-
varnarnetunum, sem báturinn var
nú fastur í. En að lokum hafði hann
neyðzt til að fara upp á yfirborðið.
Því var eins farið með X-7 núna og
X-6 áður. Þeir voru of nálægt skip-
inu til þess að hægt væri að beina
byssuhlaupum fallbyssanna nógu
langt niður til þess að ná til þeirra.
Það lentu því aðeins kúlur úr
skammbyssum og rifflum á skrokk
X-7, áður en hann fór í kaf að nýju.
Nú átti Meyer úr vöndu að ráða.
Kannske var heill floti af kafbát-
um inni í Káfirði, sem biðu allir
eftir því að skjóta tundurskeytum
að Tirpitz, ef það yfirgæfi tundur-
skeytavarnargirðinguna. En héldi
það lengur kyrru fyrir á sama stað,
gæti það eyðilagzt af völdum jarð-
sprengja, sem hefðu þegar verið
settar undir það og stilltar þannig,
að þær spryngju bráðum. Hann gaf
nokkrar fyrirskipanir hverja á eftir
annarri í einni runu: Skjótið einni
af fjórum flugvélum skipsins tafar-
laust á loft til þess að njósna um
hugsanlega kafbáta. Lokið bátshlið-
unum á girðingunum til þess að
hindra, að aðrir dvergkafbátar kom-