Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 111

Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 111
DVERGKAFBÁTARNIR 109 aðskildar hrúgur. í hrúgu Lorimers voru einnig úrin hans tvö og tveir krónómetrar af X-6, en hann hafði ekki tímt að skilja þá eftir á hafs- botni, heldur hafði hann falið þá í stígvélum sínum, þegar þeir voru að búa allt undir að sökkva X-6. Og þessir hlutir sögðu sömu sög- una, þ. e. að það væru tæpar 45 mínútur, þangað til sprengingin yrði. Þeir Lorimer og Cameron litu hvor á annan og síðan þeir Godd- ard og Kendall. Þjóðverjar höfðu bannað þeim að tala saman, en það var augsýnilegt, að þeir spurðu allir sömu spurningarinnar: „Mundi sprengingin kveikja í skotfæra- birgðum skipsins og eyðileggja ekki aðeins skipið heldur drepa alla áhöfn skipsins? Því var eins farið með Meyer skipstjóra og fangana fjóra. Hann fann, að tíminn var næstum á þrot- um. Klukkan 07.36, rúmum 29 mín- útum eftir að undirliðsforinginn hafði fyrst komið auga á X-6 og 15 mínútum eftir að farið hafði ver- ið með kafbátsmennina fjóra um borð í Tirpitz, var áhöfn Tirpitz skipað að búa skipið undir að halda frá landi. Meyer grunaði, að tíma- sprengjum hefði þegar verið kom- ið fyrir undir skipinu, og hann vildi því komast út úr tundurskeytagirð- ingunni hið allra fyrsta. En það liði heill klukkutími, þangað til vél- ar skipsins væru búnar að fram- leiða nægilega gufu til þess, að unnt mundi að leggja af stað. Hon- um datt í hug að láta dráttarbáta draga Tirpitz burt tafarlaust, en það voru engir dráttarbátar fyrir hendi. Hið bezta, sem hann gæti gert, væri að skipa tveim köfur- um að kafa undir skipið í leit að sprengjunum. Þá sást skyndiiega til annars dvergkafbáts við stefnið stjórn- borðsmegin. Þetta var X-7, sem var undir stjórn Godfrey Place, en hon- um hafði einnig tekizt að leggja tímasprengjur undir Tirpitz, aðra nálægt stefni þess, nálægt sprengj- um X-6, hina undir skutinn. Place hafði gert ofsafengnar tilraunir til þess að losa X-7 úr tundurskeyta- varnarnetunum, sem báturinn var nú fastur í. En að lokum hafði hann neyðzt til að fara upp á yfirborðið. Því var eins farið með X-7 núna og X-6 áður. Þeir voru of nálægt skip- inu til þess að hægt væri að beina byssuhlaupum fallbyssanna nógu langt niður til þess að ná til þeirra. Það lentu því aðeins kúlur úr skammbyssum og rifflum á skrokk X-7, áður en hann fór í kaf að nýju. Nú átti Meyer úr vöndu að ráða. Kannske var heill floti af kafbát- um inni í Káfirði, sem biðu allir eftir því að skjóta tundurskeytum að Tirpitz, ef það yfirgæfi tundur- skeytavarnargirðinguna. En héldi það lengur kyrru fyrir á sama stað, gæti það eyðilagzt af völdum jarð- sprengja, sem hefðu þegar verið settar undir það og stilltar þannig, að þær spryngju bráðum. Hann gaf nokkrar fyrirskipanir hverja á eftir annarri í einni runu: Skjótið einni af fjórum flugvélum skipsins tafar- laust á loft til þess að njósna um hugsanlega kafbáta. Lokið bátshlið- unum á girðingunum til þess að hindra, að aðrir dvergkafbátar kom-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.