Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 27
ÞEGAR SVÍÞJÓÐ VAR STÓRVELDI
25
börurnar. Voru þeir klukkutíma að
þessu, en pnginn hafði farið til kon-
ungs á meðan. Það var ekki fyrr
en börumar komu, sem þeir sáu
með vissu, að konungurinn var dá-
inn.
Hann var lagður á börurnar og
þeir settu hárkollu og hatt á höfuð-
ið á honum til að fela sárið. En all-
ir vissu þó hvað gerzt hafði. Hann
var fluttur í höllina og dó þar um
nóttina. Læknir hans rannsakaði
líkið. Kúla hafði borað gat á höfuð-
skelina vinstra megin, undir hatt-
barðinu að aftan og komið út aftur
á gagnauganu.
Sicré hershöfðingi var sendur til
Stokkhólms ti! að segja fréttina.
Stríðinu var lokið. Fréttin barst til
Thordenskjolds, serr. lá undir Svía-
strönd, og hann létti þegar akker-
um og sigldi flotanum til Kaup-
mannahafnar, og þótt hann kæmi
þangað um miðja nótt, heimtaði
hann að fá að tala við Friðrik kon-
ung tafarlaust. Konungur hlustaði
á og hét Thordenskjold nýrri tign,
ef fréttin reyndist sönn. Og hún
reyndist sönn! Siðustu herferð
Karls var lokið!
Sænski herinn hélt heim, sænska
stórveldistímabilið var á enda. En
nú kom upp margur kvittur. Fólk
staðhæfði að Karl hefði ekki fallið
í stríði heldur verið myrtur af sín-
um eigin mönnum Um þetta hefur
verið deilt í 200 ár. Og niðurstöð-
urnar eru óglöggar. Foringjarnir,
sem nærstaddir voru, urðu ekki
sammála. Sicré á að hafa sagt í
óráði nokkru síðar: „Það var ég,
sem skaut Karl konung!" Hann var
sendur úr landi síðar, en einkenni-
legt er, að hann var vottur að ein-
víginu, sem Thordenskjold féll í.
Kista Karls hefur verið opnuð
margsinnis. Sögusagnirnar um að
hann hafi verið skotinn frá hægri
hlið, hafa verið hraktar. Hann var
skotinn frá vinstri — og þeim meg-
in var Sicré. Færið var um tíu
metrar. Kúlan var 11 millimetrar,
en sú hlaupvídd á byssum var ekki
til í norska hernum, en sumir
sænskir foringjar notuðu hana. —
Fleira bendir til þess að Karl hafi
verið drepinn af sínum eigin mönn-
um. Sænskur sagnfræðingur telur
sannað, að kúlan hafi fundizt. Og
margt hefur verið skrifað um þetta.
Ævisaga Karls XII. er ævintýri.
Seytján ára piltur þeysir fram og
vinnur sigur eftir sigur. Karl var
gáfaður. - Smakkaði aldrei vín.
Gekk oftast í einkennisbúningi.
Kvæntist aldrei — lifði fyrir stríð
og stjórnmál.
En hann hafði krafizt of mikils
af Svíum. Landið hafði ekki við
að leggja til hermenn, hergögn og
peninga í 20 ár. Bandamenn Karls
brugðust honum og herforingjar
hans líka. Og konungurinn kunni
sér ekki hóf. Það var full ástæða til
að binda endi á ævintýrið mikla,
úr því að hann eat það ekki sjálfur.
Kúlan, sem fannst, er geymd í
Varberg. Við Friðriksstein er minn-
ismerki, þar sem Karl féll. Ein-
kennisbúningurinn sem hann var
í þeear hann dó, er til sýnis í
Stockholms Livrustkammer og kist-
an hans í Riddarahólmskirkju,
ásamt gunnfánum, er hann tók. En