Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 86
84
ÚRVAL
tundurduflabeltin úti fyrir strönd-
inni og komast óséðir inn um
mynni einhvers sundsins. Innan við
Suðurey tóku við tvær aðrar eyj-
ar, Seiland og Stjarney, og þar inn
af sjálfur Altafjörðurinn. Hann var
alltaf íslaus og teygði sig 20 mílna
leið inn á milli fjallanna. í botni
hans var mjótt sund. Þvert yfir það
hékk kafbátavarnargirðing í bauj-
um og náði hún alveg til botns.
Girðing þessi var til varnar óvina-
kafbátum, ef svo ólíklega skyldi
vilja til, að þeir kæmust alveg inn
í fjarðarbotn. Hún var gerð úr
þykkum stálvír og möskvar hennar
voru svo þéttir, að hún gat stöðv-
að ferð 1500 tonna kafbáts. Svæðið
var flóðlýst á næturnar og varið
með fjölda eftirlitsbáta á sundinu
og fallbyssum meðfram ströndun-
um.
Á bak við þetta stálnet tók við
svolítill innfjörður, sem gekk inn
úr Altafirði. Nefndist hann Ká-
fjörður. Hann var á stærð við all-
stóra tjörn. Þangað hélt nú Tirpitz.
Því var siglt aftur á bak að legu-
plássi þess, sem líktist örlítilli vik.
Það virtist algerlega ósigrandi,
geymt á þessum afvikna stað. En
það var ekki fyrr búið að loka kaf-
bátavarnargirðingunni í mynni Ká-
fjarðar en gerðar voru enn aðrar
varúðarráðstafanir Tirpitz til vernd-
ar. í kringum skipið var komið fyr-
ir tundurskeytavarnarnetum, sem
gerð voru úr 9 þumlunga stállykkj-
um, sem kræktar voru saman og
voru svo öflugar, að netin gátu
stöðvað stærstu tundurskeyti, sem
geystust áfram á 50 hnúta hraða.
Nú var netum þessum komið fyrir
á nýjan leik í kringum skipið. Þau
umluktu það þannig, að þau mynd-
uðu algera vörn fyrir allan skips-
skrokkinn, þ. e. þau voru í hálf-
hring að utanverðu, en þverhníptir
hamraveggir hinum megin, og voru
netin fest rammbyggilega við
hamraveggina beggja vegna.
Skipshöfn Tirpitz, sem taldi 2500
menn, kallaði skipið „Hina einmana
drottningu norðursins". Og nú var
„Drottningin einmana“ komin aft-
ur í sitt uppáhaldslegupláss, 1000
mílum fyrir norðan næstu stöð í
Bretlandi, en aðeins 50 mílum frá
leið skipalesta Bandamanna, sem
sigldu stöðugt til Murmansk. Snævi-
þaktir hamrar gnæfðu þarna hvar-
vetna, næstum því allt í kringum
skipið. Og þeir voru svo háir, að
það hefði verið mikið hættuspil
fyrir flugvél af flugvélamóðurskipi
að ráðast gegn því. Steypisprengju-
flugvélar hefðu næstum örugglega
rekizt utan í hamraveggina á leið-
inni upp. Og sprengjuflugvélum
með tundurskeyti hefði ekki geng-
ið betur, því að þau hefðu bara
lent á netunum umhverfis Tirpitz.
Þar að auki var það mjög líklegt,
að þær flugvélar hefðu aldrei kom-
izt svo langt, heldur verið skotnar
niður af loftvarnabyssunum beggja
vegna fjarðarins við einu flugleið
þeirra að Tirpitz, þ. e. yfir sundinu
inn úr Altafirði.
En Þjóðverjar vildu ekki eiga
neitt á hættu og höfðu því ekki
látið þessar miklu varnir nægja. I
fjöllunum umhverfis höfðu þeir
komið fyrir útbúnaði til þess að
mynda reykský. Og var útbúnaður
þessi nægilega öflugur til þess að