Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 97

Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 97
DVERGKAFBÁTARNIR 95 hjá honum, en í stað þess að fjar- lægjast, hafði það festst í dráttar- tauginni. Mennirnir biðu í ofvæni eftir því, að öldurnar leystu tundurduflið. En þess í stað ýttu þær því aftur með dráttartauginni. þangað til það var komið alveg að stefni X-7. Nú var mikil hætta á, að enn einn dverg- kafbátur týndi tölunni og að allir um borð í honum spryngju þar að auki í loft upp. Godfrey Place, stjórnandi X-7, flýtti sér upp á þilfar og fram í stefni. Dvergkafbáturinn hossaðist svo á öldunum, að honum var næst- um ómögulegt að halda jafnvæg- inu. Þetta var ógleymanleg sjón. Hann reyndi af ýtrasta megni að koma sér í sem heppilegasta stell- ingu. Hár hans flaksaðist til í vind- inum, og sjávarlöðrið lamdi hann og löðrungaði. Þegar hann hafði loks náð nokkurn veginn öruggu jafnvægi, teygði hann fram annan fótinn og ýtti dundurduflinu fim- lega í burtu. Skipsmenn á móðurkafbátnum „Þrjózk" ráku upp húrrahróp í við- urkenningarskyni, en Place veifaði bara til þeirra á móti. SKUGGALEGT ÚTLIT Að kvöldi þ. 20, september voru dráttartaugarnar losaðar frá dverg- kafbátunum, og áhafnir þeirra gáfu áhöfnum móðurkafbáta sinna „kveðjumerki11 með sínum ósýni- legu innrauðu ljósum. Svo héldu þeir af stað í áttina til Suðureyjar- sunds. Nú varð ekki framar aftur snúið, og þessi vitneskja, ásamt sí- vaxandi myrkrinu, sem umvafði þá, jók á einmanakennd mannanna. Þeir sigldu ofansjávar alla nótt- ina og hlóðu rafgeyma sína. Áhafn- irnar vissu, að þær voru nú á ferð um yfirlýst tundurduflasvæði, en þetta var stytzta leiðin, og þar eð dvergkafbátarnir ristu svo grunnt, álitu stjórnendur þeirra, að þetta væri allöruggt. Það hefði horft öðruvísi við, hefðu þeir neyðzt til þess að stinga sér. Þegar komið var fram að mið- nætti, var tunglið komið upp yfir sjóndeildarhringinn. Cameron, sem var á verði í „Fyllingar- og tæm- ingarklefanum“ með höfuðið upp úr opnu lúguopinu, gat séð fann- irnar framundan hátt uppi, þar sem hvassar hamrabrúnir teygðu sig hátt í loft upp v.ið mynni Stjarn- sunds sunnan Stjarneyjar. Þetta var mjótt sund, 15 mílur á lengd og rúm míla á breidd. Það lá milli Stjarneyjar og meginlandsins og endaði í mynni Altafjarðar. Við mynni þess voru skotvirki og tund- urskeytaskotpípur og varnir. Þeir nálguðust mynni sundsins ofansjávar. Höfuð Camerons var að- eins um eitt fet uppi yfir öldunum, sem ultu yfir þilfar dvergkafbáts- ins. Svo stungu þeir sér, þegar fyrsta skíma dögunarinnar sást á himni. Þeir komust inn um mynni sundsins, án þess að eftir þeim væri tekið. Síðan héldu þeir áfram ferð- inni í kafi og sigldu þétt meðfram strönd Stjarneyjar til þess að forð- ast skin sólargeislanna og mögu- leikann á, að til þeirra sæist úr flugvélum. Að kvöldi þ. 21. september náði X-6 til Bratthólmaeyja, sem eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.