Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 63
ER LÍF OKKAR TIGANGSLAUST SLYS?
61
ir tilvist þeirra enn þá óskiljanlegri.
„Sannarlega komum við frá Allah
og til hans snúum við aftur,“ segir
í Kóraninum. Þessari sýn Múhameðs
af hinum alnálæga veruleika, er
hann sá sem guðdómlega veru, get-
um við nú snúið yfir í ópersónuleg
hugtök og notað orð Wordsworth,
Ódauðlegt haf, sem hann hefur í
einu kvæða sinna um veruleikann.
En kemur þá ekki í huga okkar
mynd af mannlegri veru, sem er
eins og alda, er rís og hnígur á víxl,
eða loftbólu, sem verður til og
springur á yfirborði sjávarins?
Mannlegur persónuleiki er hverfult
fyrirbæri og tilvera hans er skamm-
vinn. Hann getur samt sem áður
verið birtingarform einhvers dýpri
og varanlegri veruleika, er býr
handan dauðlegra lífsgerva. Sjálfs-
vitundin, sem bundin er líkama og
sálarlífi lífsgervisins1., er lifir og
deyr á þessari plánetu, getur verið
birting ódauðlegs og eilífs andlegs
veruleika. Ef þessu er nú svona far-
ið, þá lifum við og deyjum án þess
að vita, hvernig við erum tengd hin-
um hinzta veruleika, sem er bæði
orsök og takmark tilveru okkar. Er
hverfult líf okkar hér á jörðu aðeins
tilviljankennt og tilgangslaust slys?
Eða höfum við um tíma losnað úr
tengslum við veruleikann, sem við
erum sprottin frá? Erum við eins
konar sljóar eftirlegukindur, sem
misst hafa sjónar á uppruna sínum?
Eða er mannlífið ef til vill kross-
ferð, þar sem þú, sem ert í rauninni
hið sama og þaö, hefur af einhverri
ástæðu skilizt frá hinum eilífa veru-
leika, vegna tilgangs sem við skilj-
um ekki?
Þetta vitum við ekki. Okkur er
þó Ijóst, að lífið og atburðir þess
verða alltaf mikill leyndardómur.
Það er erfitt að vera maður, og það
verður að gjalda dýru verði. En
mundi samt nokkur mannvera hafna
lífgjöfinni, þótt hún vissi fyrir fram
um þrautir og þjáningar mannlífs-
ins og gæti valið, hvort hún fædd-
ist eða ekki?
(Úr bókinni „Marís concern
with Death“; K.S. þýddi).
Við burfum ekki að tilein.ka okkur auðmýkt. Við búum öll yfir auð-
mýkt.. . en við auðsýnum hana bara falsguðum.
Simone Weil.
Það er eins með ifreistingarnar og rónana: Vertu góður við einn,... .
og hann kemur aftur .... með marga vini sína í eftirdragi.
Megiddo Message.
Hinn hæfi læknir er sá, sem tekst að halda sjúklingi sínum rólegum,
þangað til Móðir Náttúru hefur gefizt tóm til að lækna hann.
Hugh Allen.