Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 84
82
ÚRVAL
OVERGKAF-
BÁIARNIR
Þessi sperinandi frásögn úr
síðari lieimsstyrjöldinni
fjallar um þýzka orrusiuslcipið
Tirpitz, „hina einmana
drottningu norðursins“.
EFTIR THOMAS
GALLAGHER
aS var í dögun fimmtu-
daginn 9. september
árið 1943. Það hvíldi
þokumistur yfir norsku
eyjunni Svalbarða
(Spitsbergen), sem er 400 mílum
fyrir norðan Noreg. Skyndilega kom
stærsta orrustuskip allrar Evrópu
siglandi út úr mistrinu. í fylgd með
því var öflugur floti skipa, búinn
kraftmiklum fallbyssum og öflug-
um loftvarnabyssum. Þýzka orr-
ustuskipið Tirpitz hafði nálgazt eyj-
una í skjóli myrkurs og var nú
reiðubúið til þess að ráðast gegn
þessari eyju, sem var Bandamönn-
um svo geysilega þýðingarmikil
vegna hernaðarlegrar legu sinnar
og þeirra stöðva, sem þar voru.
Hið 43.000 tonna stóra orrustuskip
beindi nú hinum geigvænlegu byss-
um sínum að fyrsta skotmarkinu á
eyjunni, loftskeytastöð, sem var
hátt uppi í fjallshiíð ofan við þorp-
ið Barentsburg. En systurskip þess,
Scharnhorst, sem var allmiklu
minna, og tíu tundurspillar sigldu
beinustu leið til þeirra stöðva á
eyjunni, sem ráðast skyldi á. Um
borð voru þaulæfð árásarlið, þjálf-
uð í sprengingum, íkveikjum og
skemmdarverkum. Norska setuliðið,
sem taldi aðeins 150 manns, var
gersamlega óviðbúið slíkri árás, og
kom árás þessi Norðmönnum því á
óvart. Norsku varnarliðsmennirnir
hlupu til neðanjarðarbyrgja sinna,
þegar byggingar og eldsneytisgeym-
ar tóku að springa í loft upp í æð-
andi eldhafi. Norðmönnum tókst
samt að valda tjóni á einum af
tundurspillunum með litlu strand-
varnarbyssunum sínum og fella og