Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 24

Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 24
22 undir sænskri stjórn en danskri. En því höfðu Danir ekki gleymt. Skothríðin frá virkjunum og skip- unum í Stokkhólmi, sem fagnaði fæðingu þessa hvítvoðungs, er síð- ar nefndist Karl XII., varð táknræn fyrir ævi hans, sem fyrst og fremst einkenndist af púðurreyk. Það var Hedvig Elenora, amma unga prinsins, sem réð mestu um uppeldi hans, eins og margt annað innan hallarmúranna í Stokkhólmi. Hún var ættuð frá Holstein og hafði verið gift Karli X. Gústaf, erkióvini Dana. Hún hafði sjálf látið ræna húsgögnum og listaverkum úr dönsku höllunum Frederiksborg og Kronborg og hataði allt, sem danskt var. Má fara nærri um hvernig hug- ur hennar var í garð hinnar dönsku tengdadóttur sinnar, enda varð ævi Ulrikku Elenoru sannkölluð harm- saga. Karl XI. var að mörgu leyti dugn- aðarmaður, en mesti harðstjóri. En móðir hans var enn meiri harðstjóri, og bitnaði það einkum á hinni dönsku tengdadóttur hennar, sem átti að verða „friðardrottningin" á sínum tíma. Bernskuár Karls hins unga voru ömurleg Honum var séð fyrir góðri menntun, en helzta skemmtun hans voru fífldjarfar sleðaferðir og bjarndýraveiðar, en ekki mátti nota skotvopn á birn- ina. Þegar faðir hans dó og hann varð konungur, tók amma hans völdin ásamt sérstöku ríkisráði, þangað til Karl XII. yrði fullveðja. En það var hann viðurkenndur ári siðar, þó ekki hefði hann lögaldur til. Hann var ekki orðinn 17 ára, er hann varð einvaldur konungur ÚRVAL Svía, Finnlands og ýmissa baltiskra landa, er Svíar höfðu lagt undir sig áustan Eystrasalts. Nú hugðu óvinir Svía sér gott til glóðarinnar að þjarma að Svíum og þessum strákgepli, sem orðinn var konungur þeirra, og gerðu sam- tök með sér. Friðrik IV. Danakon- ungur var potturinn og pannan í þessu ráðabruggi, Hann vildi end- urheimta löndin, sem Svíar höfðu tekið, og gerði bandalag við Ágúst (sterka) II. Pólverja- og Saxakon- ung, og Rússa-zarinn, sem báðir óttuðust sænska stálið. LANDGANGA í RUNGSTED Karl XII. var á bjarndýraveiðum, er honum barst sú fregn, að óvin- irnir þrír hefðu sagt Svíum stríð á hendur. Hann fór þegar til Stokk- hólms, og segir sagan, að ungling- urinn hafi gerbreytzt í einni svip- an. Hann fór þegar að týgja her- inn. Frétti hann að Friðrik Dana- konungur hafði sent her til Hol- stein, sem var vinveitt Svíum, og svaraði þá með því að senda sænsk- an her suður á Skán og kom hon- um yfir Eyrarsund til Rungsted í Danmörku, en þaðan var haldið til Kaupmannahafnar, og var Karl í fararbroddi. Gerðist þetta svo skjótt, að það kom flatt upp á Danakon- ung. En nú ógnaði sænskur her sjálfri Kaupmannahöfn og Danir urðu að semja frið og segja sig úr sambandinu við zarinn og Ágúst sterka. Og nú hélt Karl til Rússlands. Við Narva sigraði hann rússneskan her Péturs mikla. sem þó var miklu stærri en hans, og rak Rússa úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.