Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 75
LJÓÐSKÁLDIÐ OG LEIKKONAN
73
túlka aðalkvenpersónuna, Margue-
riti Gautier, á sinn sérstaka hátt.
Hún vann sína stærstu sigra í þessu
hlutverki. Að lokum lét hún tilleið-
ast til þess að leika hlutverk þetta
í París árið 1897. Hún vakti alveg
óstjórnlega hrifningu þar. Sjálf
Sarah Bernhardt reis upp úr sæti
sínu til þess að hylla hana. Það var
mikið gert að því að bera þessar
tvær leikkonur saman, og varð
þetta til þess, að hin „Guðdómlega
Sarah“ fylltist slíkri afbrýðisemi í
garð Duse, að hún gat aldrei fyrir-
gefið henni allt til æviloka. Leik-
ritahöfundurinn Bernhard Shaw lét
hafa eftir sér samanburð á þessum
tveim leikkonum, og áleit hann
Duse standa miklu framar sínum
franska keppinauti.
Á leiksýningu einni í Rómaborg,
þar sem hún lék í ,,Kamelíufrúnni“
sem oftar, var maður einn kynntur
fyrir henni í hléinu. Þetta var
grannur og glæsilegur maður með
rauðleitt hár. Þetta var Gabriele
d'Annunzio, Ijóðskáldið fræga, sem
var átrúnaðargoð ungu kynslóðar-
innar á ftalíu og þar að auki þekkt-
ur rithöfundur. Hin mikla leikkona
virti hann fyrir sér með sínum
stóru, dökku augum. Hún var mjög
lítil, hlaðin óskaplegri lífsorku og
leit því alls ekki út fyrir að vera
orðin fertug. Hún, sem leitaði stöð-
ugt að fegurðinni og hinni full-
komnu ást, eirðarlaus og óseðjandi,
rétti nú fram hönd sína og brosti
um leið eilít'ð á undirfurðulegan
hátt. Hann hneigði sig fyrir henni
og kyssti á hönd hennar. „Ó, þú hin
mikla ástargyðja!“ hvíslaði hann.
D'Annunzio hafði orðið frægur
sextán ára að aldri, er ljóðabók
hans, „Primo Vere“, var gefin út.
Hann var þá enn í skóla. Á eftir
henni fylgdi svo smásagnasafn og
síðan snjallar skáldsögur. Skoðanir
manna á verkum hans voru mjög
skiptar. Sumir álitu, að hann hefði
hættuleg áhrif á almennt siðgæði.
Aðrir héldu því fram, að hann
gæddi ítalskar bókmenntir nýju lífi.
En það lék enginn vafi á því, að
hann skipaði þýðingarmikinn sess í
listamannaheimi Rómaborgar. Ho-
henlohe prins mælti þessi orð um
hann: „Bros hans er hið saklausa,
vingjarnlega og töfrandi bros barns-
ins . . . en í stórum, skærum aug-
um hans býr kalt og hart tillit
manns, sem veit, að hverju hann
stefnir, og mun ná settu marki,
hvað sem það kostar, já, jafnvel
hverjar þjáningar sem það kann að
hafa í för með sér.“
Duse var búsett í Feneyjum,
nokkru eftir að hún hitti D'Annun-
zio fyrsta sinni í Rómaborg. Þessi
fyrsti fundur þeirra hafði aðeins
staðið örstutta stund. Nótt eina gat
hún ekki sofið. Hún fór út og tók
síkjabát á leigu. Hún lét sig reka
þannig eftir síkjunum tímunum
saman. Kannske hefur hún látið sig
dreyma um einhvern draumaprins.
Kannske hafa fjarlægir tónar
mandolíns magnað draum henn-
ar. Það var ekki fyrr en í dögun,
að hún ákvað að halda heimleiðis.
Þá var fólkið tekið að streyma á
markaðinn með varning sinn. Og
þá kom síkjabátur vaggandi í átt-
ina til hennar og lagðist upp að bát
hennar. í honum var Gabriele
d'Annunzio . .