Úrval - 01.02.1970, Side 93

Úrval - 01.02.1970, Side 93
DVERGKAFBÁTARNIR 91 ast í stjórnklefanum frammi fyrir alls konar mælum, hjólum, hand- föngum og hnöppum, sem réðu dýpi, hraða, stefnu og jafnvægi kafbátsins og stjórnuðu jafnframt aðalvélum hans og loftþrýstingi. Hann varð að læra að handleika þessi stjórntæki á mismunandi dýpi, mismunandi siglingarhraða og í mismunandi þéttum sjó. Og á meðan varð hann stöðugt að taka með í reikninginn ýmislegt, sem var að gerast inni í kafbátnum sjálfum. Yæri til dæmis farið með lítinn verkfærakassa aftan úr skut fram í stefni, gat slíkt aukið niður- stefnu kafbátsins, ef hann ynni ekki á móti slíku með því að dreifa þunganum. Þá sneri hann hinu rétta hjóli og ýtti á hið rétta handfang. Segja má, að farkosturinn hafi orð- ið eins konar framlenging hand- leggja liðsforingjans, augna hans og hugar, eftir því sem þjálfunin- inni miðaði áfram, því að því var eins farið með dvergkafbátana og gömlu Fordbílana af T-gerð, að hver þeirra hafði sinn eigin duttl- ungafulla persónuleika og „gegndi" aðeins stjórn þess, sem var þaul- kunnugur göllum hans og hæfni, ekki einungis tæknilega heldur einnig fagurfræðilega séð. STEFNT NIÐUR í DJÚPIÐ Áhafnirnar og farkostirnir voru ekki tilbúnir til hættuferðarinnar fyrr en síðla sumars árið 1943. Ör- yggisráðstafanir við Loch Cairn- bawn höfðu að vísu alltaf verið strangar, en nú urðu þær alveg óheyrilegar. Enginn fékk neitt leyfi lengur. Nú var verið að æfa drátt- aræfingar, og voru kafbátar látnir draga dvergkafbátana. Áhafnir dvergkafbátanna sátu fundi með yfirmönnum kafbátanna. Hvert tangur og tetur var athugað.og próf- að, dráttartaugar, hvers kyns út- búnaður og þær fyrirskipanir, sem gefa skyldi í ferðinni, og' rétt fram- kvæmd þeirra. Þ. 11. september, 1943, eða aðeins tveim dögum eftir árás Tirpitz á Svalbarða, smugu sex kafbátar með sex dvergkafbáta í eftirdragi út úr höfninni. Dvergkafbátarnir voru tengdir við ,.móðurskip“ sitt með 300 feta löngum nylondráttarkaðli. Þeir lögðu úr höfn með tveggja klukkustunda millibili. „Ógnvæn- legur“ (Truculent) hélt fyrstur af stað með X-6 í eftirdragi. Fram- kvæmd „Áætlunarinnar Upptök" var hafin. Fyrsti hluti sendiferðarinnar var langt frá því að vera hættulaus fyr- ir dvergkafbátana og „afleysingar- áhafnir" þeirra. Siglt var í kafi, og „móðurkafbátarnir“ sigldu nokkurn veginn samsíða á 10 hnúta hraða. Dvergkafbátarnir voru svo eins og flugdrekar blaktandi í snúru í mikl- um vindi. Þeir hreyfðust upp og niður í sjónum. allt að 50 fet hvora leið. Slík hreyfing var mjög vel til þess fallin að framkalla þá verstu tegund sjóveiki, sem til er. Og „af- leysingaráhafnirnar" urðu að þola þessa vanlíðan í sex daga, að und- anskildum 15 mínútum sjöttu hverja klukkustund, þegar dvergkafbátarn- ir fóru upp á yfirborðið til þess að losna við hið fúla loft og fá ferskt loft þess í stað. Það var hægt að draga talsvert úr þessari hreyfingu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.