Úrval - 01.02.1970, Side 48
46
URVAL
orði hafðar. Hann kvaddi Jón Bald-
vinsson látinn í áheyrn alþjóðar
eins og sá, sem valdið hafði, anda-
giftina og orðsnilldina. Lengst verð-
ur þó sennilega rómuð af þeim, sem
heyrðu, ræðan, er hann mælti eftir
Guðmund Skarphéðinsson. Siglfirð-
ingar dáðu hana í mín eyru að sjö
árum liðnum eins og stórviðburð,
andstæðingar Guðmundar og Sig-
urðar jafnt og samherjar. Hins veg-
ar næddi stundum svalt um klerk-
inn Sigurð Einarsson, enda sat hann
aldrei í logni. Svo var og um stjórn-
málamanninn. Sigurður gerðist
frjálslyndur og róttækur á ungum
aldri, verkalýðssinni og samvinnu-
maður. Hann varð fyrir vonbrigðum
af Framsóknarflokknum prestsárin
í Flatey og skipaði sér í fylkingu
jafnaðarstefnunnar. Þar varð hann
áhrifaríkur forustumaður, baráttu-
djarfur, vígfimur og stórhöggur.
Sigurður sat á alþingi sem lands-
kjörinn fulltrúi Alþýðuflokksins
1934—1937. Þá sögu rek ég ekki, en
mjög er hún frásagnarverð. Var
mikill sjónarsviptir að séra Sigurði,
er hann hvarf af alþingi, en þangað
átti hann því miður ekki aftur-
kvæmt vegna smæðar Alþýðu-
flokksins og ranglátrar kjördæma-
skipunar. Sunnlendingar hefðu
vafalaust kosið hann á þing eftir
síðustu kjördæmabreytingu fimmtán
árum yngri, en Sigurður freistaði
ekki þess frama, þótt til mála kæmi,
og bar sitthvað til. Var hann þó
ýmsum fremur til þingmennsku
fallinn og illt að vita atgeir hans
uppi á þili austur í Holti, þegar hon-
um sýnu ósnjallari menn sóttu og
vörðust deigum vopnum. En Sigurð-
ur þurfti engan veginn að slíta bux-
um í þingstóli til að verða frægur
stjórnmálamaður. Raunar þótti hann
fjöllyndur í skoðunum, þar eð hon-
um féllu aldrei þröngar kenningar
og hörð flokksbönd, en enginn lék
sverði eða brá skildi eins og hann
í bardaga á málþingi, sýndust þá
löngum mörg vopn á lofti. Hann
nam og greindi fræði stjórnmála-
mannsins, en lét ekki marka sér
bás. Sigurður Einarsson unni svo
andlegu frelsi einstaklingsijis, að
hann steig í margan stól og af ýmsu
tilefni, en ræða hans var ávallt sókn
og vörn fyrir réttlæti, samhjálp og
raunsýni. Við deildum stundum um
stjórnmál og trúarbrögð, en alltaf í
bróðerni. Fáa vissi ég heilsteyptari
í margslunginni leit og engan hug-
kvæmari og snarpari að túlka skoð-
anir sínar eða hófsamari og dreng-
lyndari, þó að á milli bæri. Hann
líktist bæði Gunn'ari og Kolskeggi.
Sigurður Einarsson kvaddi sér
hljóðs á skáldaþingi með ljóðabók-
inni Hamri og sigð. Þá féll á jörð og
mannkyn dimmur skuggi þeirrar
voveiflegu aðkenningar, sem var
heimsböl kreppunnar og æði naz-
ismans. Sigurði svall og í brjósti
heilög reiði vegna fátæktar og rétt-
leysis kúgaðrar stéttar, sem hristi
loks klafann. Ljóð hans voru því
engir sálmar, en snjöll og tímabær
herhvöt, sem í fljótu bragði minnti
mun fremur á hert stál en slípað
kefli. Svo lagði Sigurður frá sér
hljóðfærið og tók sér atgeirinn í
hönd. Margir hugðu, að skáldið
væri dautt í fari þrumuklerksins, en
þetta breyttist í Holti austur. Þar
lenti atgeirinn uppi á þili, en harp-