Úrval - 01.03.1971, Page 14

Úrval - 01.03.1971, Page 14
12 ÚRVAL urðu að geymast í vatninu, sem þeir höfðu verið fluttir í til Iqui- tos, en síðan kæmi vatn úr sjálfu Amazonfljótinu smám saman í þess stað. Það varð að ala þá á sérstakri rækjutegund. Hún varð að vera þurrkuð, og það varð að tæta hana í þá. Þannig var reynt að gera þeim mögulegt að safna kröftum að nýju. Aðstoðarmenn Mendez, fjórir talsins, voru nú önnum kafnir við að flokka fiska eftir stærð og teg- und, og láta þá síðan renna varlega niður í plastgeyma, sem voru um 12 fet á hvorn veg og 10 þumlung- ar á dýpt. Á þessu stigi málsins skiptir stærð fisksins mjög miklu máli. Ef þeir eru of ungir eða litl- ir, munu þeir ekki lifa af hina löngu ferð til verzlana í órafjar- lægð, og þá verður að geyma þá og ala í fiskageymslunni, þangað til þeir eru orðnir nógu stórir. En séu þeir of stórir, er ekki hægt að flytja nógu marga í geymi, og þá verður sendingarkostnaðurinn of mikill til þess, að salan geti borg- að sig. Flugsendingar eru teknar til einu sinni í viku. Sent er í sterkum pappakössum, sem fóðraðir eru að innan með plastpokum. Þeir eru um 15 þumlungar á hvern veg og 8 þumlungar á dýpt. Vissum fiska- tegundum eru gefin róandi lyf, áð- ur en ferðalagið hefst. Stundum er hreinu súrefni dælt í kassana. Svo er poki og kassi innsiglaður og ek- ið með hann í flýti til flugvallar- ins. Fiskar, geymdir á þann hátt, geta lifað í um 50 stundir. Það tek- ur 10 tíma að fljúga til Miami í Floridafylki, sem er helzti dreif- ingarstaðurinn í Bandaríkjunum. I vörugeymslum innflytjendanna í Miami verður að setja fiskana í nýja poka, dekra við þá á nýjan leik, ala þá á réttan hátt, gefa þeim róandi lyf og setja þá í nýja poka fyrir flugferðina til hins raunveru- lega sölustaðar. Við þetta vex kostnaðurinn mjög. — Neontetran færði þorpsbúum aðeins þriðja hluta úr centi, en það verður að selja smásalanum hana á níu cent, en hann verður síðan yfirleitt að selja hana á 39—59 cent, eigi hann að hafa nokkuð upp úr viðskiptun- um. í Miami getur maður fengið gott yfirlit yfir viðskipti þessi, og þá loks gerir maður sér grein fyrir því, hversu stór þau eru í sniðum. Þar hafa stærri innflytjendurnir, sem eru einnig heildsalar, á boð- stólum allt upp í 150 tegundir af vinsælum fiskum frá Suður-Ame- ríku og einnig slíka dýrgripi sem fílsranann og rafsteinbítinn frá Afríku, svarta hákarla með rauðan sporð og hunangsflugusteinbíta frá hinum fjarlægari Austurlöndum, Floridatetrur og jafnvel dvergkol- krabba. Yfir 350 tegundir eru fá- anlegar og þar að auki um 40 mis- munandi fiskabúrjurtir, allt frá Amazonsverðjurtum til banana- jurta og sníkjudýra, svo sem „Dul- arfulla albínóasnigilsins“, sem held- ur búrunum hreinum með því að éta allan úrgang. Það fást jafnvel ,,sumarleyfismatgjafartæki“, sem hægt er að nota, ef maður fer í sumarleyfi. Tæki þetta lætur rétt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.