Úrval - 01.03.1971, Side 21

Úrval - 01.03.1971, Side 21
HIN ÓGLEYMANLEGA LEIKKONA TALLULAH 19 væri eins og svo margar af þeim konum, sem hún lék á sviðinu „stelpugæs með hjarta úr gulli“. Eins konar skárri gerð af Jesabel Biblíunnar. Þegar hún var minnt á, að Jesabel hefði verið varpað fyrir hundana, sagði Tallulah: „Já, en fyrst naut hún lífsins með kon- ungum og prinsum!“ BAÐIÐ TAFÐI VERKIÐ Eftir að Tallulah hafði verið í átta ár í London lét hún lokkast af tilboði um að leika í kvikmynd heima. Ég var í Hollywood að semja kvikmyndahandrit, svo veg- ir okkar mættust aftur. Við bjugg- um um stund saman á gamla hótel Hollywood, en þar bjó margt eldra fólk, sem var sennilega jafngott og það var leiðinlegt. Við, sem unnum við kvikmyndirnar, skiptum okkur lítið sem ekkert af því. Enginn nema Tallulah! Hún sat oft úti á svölunum hjá lítilli, gamalli konu, sem kenndi henni að hekla. Tallu- lah hafði aldrei látið sig dreyma um að hekla nokkurn hlut, en af einskærri vinsemd hlustaði hún með athygli á útskýringar gömlu konunnar. Skömmu seinna fékk ég mér hús með sundlaug í í Hollywood og Tallulah kom svo að segja daglega til að fá sér bað. Hún var á undan sinni samtíð eins og alltaf og hélt því vitanlega fram, að það eina rétta væri að baða sig nakin. Um þetta levti var verið að byggja nýtt hús í nágrenninu og þegar Tallulah stökk íklædd brúnni húðinni einni út í sundlaugina, klifruðu allir verkamennirnir hrifnir upp á vinnu- pallana til að njóta útsýnisins. Ég var önnum kafin allan daginn í kvikmyndaverinu og hafði því ekki hugmynd um þá töf, sem Tallulah olli með íþróttaiðkunum sínum, fyrr en nýi nágranninn hringdi til að kvarta yfir því, hvað verkið sækt- ist seint. Ég útskýrði málið fyrir Tullulah og hún sýndi þá tillitssemi að vera í sundbol eftir þetta. REISN OG HRUN Tallulah fór til Broadway frá Hollywood. „Ég hef heyrt mikið um yður sagt, ungfrú Bankhead,“ byrjaði blaðamaðurinn Walter Win- chell einu sinni í viðtali við hana. Tallulah svaraði: „Áreiðanlega er það allt satt!“ Tallulah gat blásið slíku lífi í hlutverkin sín, að mörg lítilsigld leikrit, sem hún lék í, gengu löngu eftir, að þau hefðu átt að falla. „Ég hef séð Tallulah gylla heimskuleg- ustu og barnalegustu leikrit," skrif- aði Arnold Bennett rithöfundur. En hún fékk líka mjög góð hlutverk. Þegar hún lék hina grimmlyndu og ágjörnu Reginu Giddens í „Litlu refirnir“ sýndi hún, hve hún var stórkostleg leikkona og hún fékk einnig mikið lof fyrir leik sinn sem Sabina í „Á heljarþröm“ eftir Thornton Wilder. En aðrar tilraun- ir hennar í þekktari leikritum mis- tókust. Þegar hún lék Kleópötru, skrifaði einn gagnrýnandi þannig um hana: „Tallulah Bankhead lét úr höfn á Níl með Kleópötru sína um borð — og sökk!“ Einkalíf hennar var jafn tauga- æsandi og leikferill hennar. Eftir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.