Úrval - 01.03.1971, Page 25

Úrval - 01.03.1971, Page 25
HVERNIG ÉG LÆKNAÐIST AF ASTMA 23 amlega áreynslu, án þess að fá kast. Ég varð oft mjög veikur og kastaði upp blóði, slími og illa þefjandi vökva. Næstum því á hverjum morgni staulaðist ég um, studdist við húsgögnin og reyndi að ná and- anum og beið, þangað til versta kastið var liðið hjá, svo að ég kæm- ist í vinnuna. Ég burfti jafnvel að fara mjög gætilega, þegar ég fór í rúmið eða í bað, því að áreynslan, sem því fylgdi, gat orsakað mjög slæmt kast. í apríl 1965, þegar ég var í miðj- um lokaprófum, eftir níu ára nám, virtist sem veikindi mín væru að ná yfirhöndinni. Astmaköstin höfðu aukizt það mikið, að í fyrsta sinn á ævinni var ég farinn að óttast þau. Þegar ég var í kasti, gat ég varla lagt það erfiði á mig að klæða mig úr fötunum, og ég þurfti að taka á öllu mínu viljaþreki til þess að hreyfa mig, því að við minnstu áreynslu ætlaði ég að kafna. Þá var ég kominn niður í 51 kíló, en ég er 180 cm á hæð. Ég fékk lítinn svefn, því að ekkert hlé var á köstunum. Að lokum féll ég algerlega saman af hreinni ofreynslu með öll ein- kenni hjartabilunar og var lífgað- ur við með sprautum. Áður en ég fór að fá þessi slæmu köst, hafði ég mjög sjaldan þurft að taka inn meðul. Til þess nú að reyna að hamla á móti þessum ofsa- legu köstum gaf læknir minn mér eftirfarandi meðul, sem ég tók öll inn daglega: Tetracycline í töflu 3svar á dag, Prednisolone 1 töflu 4 sinnum á dag, Chlorpromazine 1 töflu 3svar á dag. Til viðbótar fékk ég Alupent úðun og sprautur öðru hvoru. Öll þessi meðalagjöf hafði ekki tilætluð áhrif, því að köstin héldu áfram, erfið og tíð. Að lok- um var mér tjáð, að ekkert frekar væri hægt að gera fyrir mig og jafnframt, að minnsta aukning á sprautum og Prednisolone töflun- um, sem innihéldu Cortisone, yrði hættuleg heilsu minni í framtíð- inni. Kona mín og fjölskylda voru ákaflega áhyggjufull. Það var ég einnig, satt að segja fylltist ég ör- væntingu. Ég átti á hættu að missa atvinnuna og þá félagslegu stöðu í lífinu, sem ég hafði haft svo mik- ið fyrir að ná í; það eina sem fram- tíðin virtist bera í skauti sínu mér til handa var ólæknandi veikindi. Sumarferðalag okkar fór út um þúfur, því að ég gat ekkert verið með börnum okkar, og ég varð svo veikur, að við neyddumst til að fara heim, áður en fríinu var lok- ið. Það hvarflaði aldrei að mér né nokkrum úr fjölskyldu minni, að rangt mataræði, of lítill tími til meltingar og ónóg líkamleg þjálf- un ættu nokkra sök á ástandi mínu. Samt sem áður hafði ég nokkrum sinnum haft orð á því, að svo virt- ist sem líkami minn væri að reyna að segja mér eitthvað með því að verða svona ofsalega veikur. Seint í september 1965 var ég á gangi á Viktoríu-stöðinni í London, og þá sá ég auglýsingaspjald, sem á stóð: Health for All (Heilsa fyrir alla). — Yfirbugið astma á heil- brigðan og öruggan hátt. Hver hafði þörf fyrir að taka eftir aug- lýsingu þessari, ef ekki ég. Eg vissi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.