Úrval - 01.03.1971, Síða 26

Úrval - 01.03.1971, Síða 26
24 ekkert um tilveru náttúrulækninga, og ég keypti blaðið án þess að hafa minnstu hugmynd um efni þess. Lýsingin á astma í greininni var svo nákvæm lýsing á ástandi mínu, að ég varð strax móttækilegur fyr- ir grundvallaratriði þau, sem með- ferðin byggðist á. Ég gerði mér ljóst, að ég hafði ekki aðeins verið að brjóta sérhverja reglu náttúru- lækninganna, heldur var ég að margbrjóta þær. Ég skrifaði strax eftir upplýsingabæklingum og bók- um til að fara eftir. Ég fylgdi ná- kvæmlega þeim reglum, sem fyrir- skipaðar voru. Það var erfitt. Fyrst losaði ég mig við öll meðulin, og í nokkur skipti lá við, að ég léti und- an til að öðlast stundarfrið. Ég fylgdi í öllu ráðleggingum um lík- amsæfingar, öndunaræfingar og vatnsmeðferð, andaði að mér vatns- gufu og gufu af furunálaolíu, jafn- framt því að taka þriggja daga föstu, og síðan neytti ég aðeins ávaxtasafa, ávaxta og grænmetis- salata. Ég var viðbúinn því að mér mundi mistakast, eða að minnsta kosti vænti ég mjög hægfara bata. Ég bjóst alls ekki við því, að ár- angurinn yrði jafn undraverður og í ljós kom. Áður en fjórar vikur voru liðnar, var köstunum farið að fækka, og ég tók ekki inn nokkur meðul, jafnvel Cortisone var óþarft, en fram að þessu hafði ég þurft að bera á mér kort, sem sagði, að ekki mætti undir nokkrum kring- umstæðum hætta að gefa mér Cor- tisone. Eftir sex vikur í viðbót var ég næstum hættur að fá astmaköst, og síðan hef ég aldrei fengið slæmt ÚRVAL kast. Tvisvar átti ég erfitt með andardrátt, stuttan tíma í senn, og kom mikið slím upp úr mér, en það var langt frá því, að hægt væri að kalla þetta slæm astmaköst. Núna iðka ég á hverjum morgni tylft líkamsæfinga ásamt öndunar- æfingum. Á eftir þeim nudda ég mig með köldu, blautu handklæði, og síðan þurrka ég mig með því að nudda mig rösklega með grófu handklæði. Einu sinni í viku tek ég mér klukkutíma bað, þar sem hita- stigið á vatninu er hækkað og lækkað til skiptis, og í vatnið er blandað furunálaolíu. Ég fasta þrjá daga í mánuði, og á eftir er ég nokkra daga á hreinsandi fæði. Að öðru leyti borða ég að langmestu leyti eftir reglum náttúrulækninga- stefnunnar og leyfi mér örsjaldan einhver frávik frá þeim. Til morg- unverðar hef ég ávaxtasafa, ávexti og graut, til hádegisverðar góðan skammt af fjölbreyttu hrásalati og ávexti. Kvöldverðurinn er soðin eggjahvítumáltíð. Ef ég drekk súkkulaði eða borða kökur og kex, er þetta ávallt keypt í náttúru- lækningabúð þeirri, er ég skipti við. Ég bragða aldrei venjulegt te eða kaffi. Ég nota aldrei dósamat eða verksmiðjuframleiddan mat, og fæði mitt er saltlaust. Einnig hafna ég öllum steiktum mat og mat úr hvítu hveiti og hvítum sykri. Ég drekk aðeins ávaxtasafa og fíla- kaffi og einstöku sinnum kakóbolla eða ovaltine með mjólk út í. Þar sem ég er mikill matmaður, þá er það ein regla, sem ég get ekki fylgt, og það er að borða að- eins þegar ég er svangur. Ég er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.