Úrval - 01.03.1971, Side 30

Úrval - 01.03.1971, Side 30
28 ÚRVAL vey Littlejohn, kenndi Sydney Smith. Sir Sydney hefur hlotnazt sá frami að verða prófessor og rektor háskólans. Nú er hann hættur reglulegum störfum, enda orðinn 78 ára gamall, en hann hefur verið og er í svo miklu áliti sem rann- sóknarlögreglumaður, að honum berast sífellt bréf frá ráðþrota lög- reglumönnum víðsvegar í heimin- um. Sérgrein hans er réttarfarsleg læknisfræði, — sú grein sem brúar bilið milli þess lagalega og læknis- fræðilega. Lögreglan safnar vitnum og öðrum sönnunargögnum, en Syd- ney Smith og aðrir slíkir gera sín- ar vísindalegu rannsóknir. Skömmu eftir að Smith flutti frá Cairo til Edinborgar til að taka við störfum þar, kom til hans ung- ur lögreglumaður, Willie Merrilees, með vandamál sitt: Það hafði verið brotinn upp peningaskápur, og eina sönnunargagnið var dálítil leður- pjatla, ekki stærri en nögl manns, en hún fannst á staðnum. Sir Syd- ney hófst þegar handa við að grand- skoða piötluna. Meðal annars skyggndi hann hana með röntgen- geislum og beitti við hana ýmsum efnafræðilegum aðferðum. Loks kvað hann upp úrskurð sinn: ,.Leðrið er af karlmannsskó, stærð 9V>. Þetta er svartur skór og búinn að vera í notkun í um það bil tvö ár. Skórnir hafa verið smíð- aðir í Englandi, og nýlega hefur verið gengið á þeim um kalkborið svæði.“ Vopnaður þessari vitneskju hófst Merrilees handa. Hann lagði leið sína til veitingahúss eins í Edin- borg, hvar viðsjálverðir náungar héldu sig tíðum; hann gekk rak- leitt til þess mannsins, sem hann grunaði einna helzt og spurði: „Hvað hefurðu verið að gera þar, sem kalk hefur verið borið á jörð- ina?“ „Hjálpa pabba gamla á býlinu sínu,“ svaraði þorparinn einlæglega. „Einmitt það,“ sagði Merrilees snöggt. „Eftir þeim upplýsingum, sem ég hef frá prófessor Smith er kannski eins rétt að stinga pabba gamla inn líka!“ Lögreglumaðurinn hafði manninn með sér til lögreglu- stöðvarinnar og sendi skóna hans til Sir Sydney. Hann kvað upp þann dóm, að skinnpjatlan væri einmitt af þessum skóm. Innbrotsþjófurinn taldi sér ekki fært að mótmæla þessu og játaði brot sitt og sagði við lögregluna: „Það er bölvuð ósanngirni, að einkalíf manns skuli vera sett undir smásjá!“ Sir Sydney Smith er fæddur í Roxburg í Nýja-Sjálandi árið 1893, og er sonur gullleitarmanns. Syd- ney hóf að stunda nám í lækna- skólanum í Edinborg eftir að hafa unnið þrjú ár í lyfjabúð. Enda þótt hann lyki góðu prófi, kom fyrir at- vik, sem varð þess valdandi, að hann lagði ekki út í venjulegt lækn- isstarf: Eitt kvöld síðla drap ungur bóndi að dyrum hjá honum og bað hann að koma heim með sér, þar sem konan hans lá í barnsnauð. Smith brá skjótt við, og konan reyndist vera með háan sótthita, og hún tók mikið út. Ekki mátti hún mæla, en hún lauk upp augunum og rétti fram aðra höndina og greip í hönd læknisins. Eftir að Smith
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.