Úrval - 01.03.1971, Side 48

Úrval - 01.03.1971, Side 48
46 Dr. Sten-Otto Liljedahl, yfirmað- ur brunadeildar sjúkrahússins, leit sem snöggvast á þennan skað- brennda líkama, sem engdist á sjúkrabörunum, og gaf honum síð- an kvalastillandi morfínsprautu. Hann sá, að eldurinn hafði þyrmt höfði Riku, hluta af hinu bjartleita, myndarlega andliti hans, hálsi hans og öxlum og einnig svolitlum bletti fyrir ofan vinstri olnbogann. Hinn hluti líkama hans var eitt brunasár. Hingað til hafði læknunum á sjúkra- húsinu tekizt að ná svo langt að bjarga manni, sem 80% húðarinnar voru brunnin af, en þar af höfðu 45% verið þriðju gráðu brunasár, þ.e. brunasár á mjög háu stigi. En 85% af húð Riku var eyðilögð, og þar af voru 70% þriðju gráðu brunasár, sem þýddi, að húðin gat ekki sjálf gróið og endurnýjast, heldur yrði að fá aðra húð til ágræðslu. „Takist okkur að bjarga þessum manni,“ hugsaði Liljedahl, „verður það algert kraftaverk.“ HITARÚM En samt dirfðist læknirinn að hafa dálitla von, því að undanfarið hafði honum og starfsfólki hans tekizt að ná enn lengra en áður með nýrri meðhöndlun brunasára. í stað bess að vefja illa brennda sjúklinga í rök sárabindi, sem í var sérstakur áburður (sem er hin venjulega að- ferð) meðhöndlaði Liljedahl nú sjúk linga sína með þurrum, hlýjum loft- straumi, sem látinn var leika um þá, en rúmið, sem þeir lágu í, var kall- að „hitarúm“. Aðferð þessa hafði hann fundið upp og endurbætt und- ÚRVAL anfarið ásamt starfsfélaga sínum, dr. Per-OIof Barr. Nokkrum tímum eftir brunaslys kvarta flestir illa brenndir sjúkling- ar yfir því, að þeim sé kalt fremur en heitt. Ástæðan er sú, að. vatn og aðrir vökvar síast út úr eyðilögðum vefjum þeirra með ógnvekjandi hraða, gufa upp og kæla þannig yf- irborð líkamans. Og enn alvarlegri er sú staðreynd, að aðalefnaskipta- starfsemi sjúklingsins (orku- brennsla) tvöfaldar framleiðslu sína og rúmlega það til þess að leggja sjúklingnum til þá orku, sem nauð- synleg er fyrir uppgufunina. Þann- ig eyðist öýrmætur varaorkuforði líkamans og eykur hroðalega álag á hjarta, nýru og önnur líffæri. Þetta nýja ,,hitarúm“ jók uppgufun- ina og hjálpaði þannig líkama sjúk- lingsins til þess að losna enn hrað- ar við vatn. Þannig létti „hitarúm- ið“ miklu álagi af líkamanum, þar eð hann þurfti nú ekki að eyða mik- illi orku í slíkt. Einnig hraðaði það myndun þurrs, harðs varnarhreist- urs, sem dregur mjög úr líkum á sýkingu. Síðustu þrjú árin hafði starfslið Karolinska Hospitalet bjargað lífi 53 af 63 skaðbrenndum sjúklingum með notkun þessa „h.itarúms“. Starfsfólkið álítur, að 20 til viðbót- ar hefðu dáið, ef notaðar hefðu ver- ið fyrri aðferðir. Var hugsanlegt, að hin nýja aðferð gæti einnig bjargað lífi Ruopsa, sem var svona hryllilega útleikinn? Þetta sérstaka rúm, sem Liljedahl fyrirskipaði. nú, að Riku skyldi lagð- ur í, var þannig útbúið, að í botnin- um var flatur kassi úr þunnum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.