Úrval - 01.03.1971, Side 61

Úrval - 01.03.1971, Side 61
VÍSBENDING FRÁ LÁTNUM 59 DAUÐI FLÆKINGSINS 23. apríl 1963 ók flutningalest að teinamótum fyrir utan Massillon í Ohio. Allt í einu sá vagnstjórinn blossa eins og frá sprengingu og nam staðar. Það lá brennandi bíll við hliðina á teinunum. Þegar bú- ið var að slökkva eldinn fann lög- reglan skaðbrunnið lík og leifar af peningaveski, sem Robert Domer hafði átt. Seinna kom í ljós, að Do- mer, sem vann við fasteignasölu, hafði dregið að sér fé og var stór- skuldugur. Samt var hann líf- tryggður fyrir 288.000 dali. Hafði hann framið sjálfsmorð í þeirri von, að líftryggingin nægði til að greiða skuldir hans? Þannig leit það út, en við krufn- inguna sáu læknarnir, að látni maðurinn hafði fengið mörg hjarta- köst. Domer hafði ekki verið hjart- veikur. Og Domer hafði haft allar tennurnar heilar, en látni maður- inn var tannlaus. Dáni maðurinn í bílnum gat því ekki verið Domer. Lögreglan hafði loksins upp á Domer og hann sagði eftirfarandi sögu: Hann hafði tekið drukkinn flæking upp í bílinn. Maðurinn, sem sagðist heita Howard Riddle fékk hjartakast á leiðinni og lézt. Domer hafði gripið tækifærið til að setja sjálfsmorð á svið til að bjarga sér úr þeim vandræðum, sem hann var í. Hann hafði lagt bíln- um efst á hæð, sem lá niður að járnbrautarteinunum. Síðan hafði hann hellt bensíni yfir bílinn, hent eldspýtu inn um gluggann og látið bílinn renna niður að flutningalest- inni. En Domer var kærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Ákærandinn hélt því fram, að Riddle hefði verið lif- andi, þegar kveikt var í bílnum. Að vísu fannst ekki koliltí í blóði hans, engin sótkorn í lungunum, ekkert, sem gat sannað, að hann hefði and- að nokkrum sinnum, þegar logarn- ir lukust um hann. Það var aðeins eitt: raddbönd liksins voru sviðin, en læknarnir voru ekki sammála um það, að slíkt gæti bent til þess, ao hann hefði andað meðan eldur- inn geisaði. Lögin kröfðust afger- andi svars — og læknavísindin gátu ekki veitt það. Dr. Helpern var kvaddur á vett- vang og hann réði gátuna. Krufn- ingin sýndi, að rotnunar var þegar tekið að gæta í líki Riddles -— en það sannaði, að hann hefði verið látinn töluvert löngu áður en slys- ið var sett á svið. Þar með hættu menn að hugsa um sót í öndunar- færunum, kolilti í blóðinu og svið- in raddbönd. Domer var dæmdur fyrir svik, fvrir að hafa farið ólög- lega með lík og ýmislegt fleira, en ekki fyrir morð. LÆVÍS DAUÐI „Það leikur enginn efi á því, að mörgum er hegnt fyrir morð, þó að fórnarlömbin hafi raunverulega dáið eðlilegum dauða," segir dr. Helpern. Rigningardag nokkurn hljóp fjórtán ára drengur á hjóla- skautum í forsalnum að hofróðu íbúðarhúsi í New York. Dyravörð- urinn margbað hann um að hætta þessu, því hann ónáðaði íbúana, en drengurinn var þrjózkur og ósvíf- inn og loks rak dyravörðurinn hon- um kinnhest. Drengurinn féll til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.