Úrval - 01.03.1971, Page 69

Úrval - 01.03.1971, Page 69
HARMLEIKUR Á TEMSÁ 67 borði skipsins nam beint við stefni skipsins, sem stýrði gegn því. Árekstrarstefna. Grinstead skip- aði stöðvun vélar. Hann leit út og rökkrið umkringdi hann, þegar hann stundi ,,Guð minn góður“. Skarpt stefni kolaskipsins reis yfir borðstokki skemmtiferðabátsins og gufuflauta „Alice prinsessa" eymdi ömurlega á fljótinu. Andartaki síðar stakkst stefnið á „Bywell Castle" inn í „Alice prin- sessu“ rétt hjá stjórntækjum hjól- hverfisins. Björgunarbátarnir skár- ust næstum í tvennt og vatnið streymdi inn í miðskipsrúmin. George Linnecar skreiddist upp stögin í reykháfnum og stökk það- an yfir í „Bywell Castle“, en há- setarnir á skipinu voru byrjaðir að varpa bjarglínum þangað. Öngþveiti. Menn og konur þustu unnvörpum að dyrunum bæði ofan og neðan þilja, er þeir þrýstu sér aðeins að dyrum, sem opnuðust ekki. Gertrude Towse hafði skömmu áður farið upp á þilfar með tvo unga bræður og systur til að leyfa þeim að sjá innsiglinguna að Wool- wich. Aðrir úr fjölskyldunni héldu sig undir þiljum og fórust. Ungfrú Rendal reyndi að safna nemendum sínum saman ofan þilja og beina þeim að björgunarstrengj- unum, sem „Bywell Castle" varp- aði í hafið. En þær höfðu enn einu sinni laumazt frá henni og nú urðu afleiðingarnar hörmulegar. Þær voru meðal farþeganna, sem runnu skelfingu lostnir niður afturþilfar- ið og fórust allir. Ungfrú Rendal greip í línu á síðustu stundu, þeg- ar gufuskipið brotnaði í tvennt og henni var bjargað um borð á kola- skipinu. John Eyres sá Grinstead skip- stjóra síðastur manna lifandi. Skip- stjórinn hafði klifrað upp á hjól- kassann stjórnborðsmegin til að stjórna brottflutningi farþeganna. Þegar hann sá, að Eyres hélt fast um stýrið, hrópaði hann: „Sleppið stýrinu og bjargið ýður!“ Eyres stökk niður í fljótið, náði í eina björgunarlínuna Og komst um borð á „Bywell Castle“. Lík hins ólán- sama skipstjóra rak fimm dögum síðar að bryggju í Woolwich. Skipverjum á „Bywell Castle" tókst að koma þrem bátum á flot. Það reyndist því unnt að bjarga 63 manns með hjálp bátanna og björg- unarlínanna. Nákvæmlega fjórum mínútum eftir áreksturinn heyrðist óhugnanlegt suð og gufuský reis til himins, þegar vatnsflaumurinn streymdi inn í ketilherbergi „Alice prinsessu" og slökkti eldana. „Alice prinsessa“ brotnaði í tvennt og stafn og skutur lyftust til himins um stund, áður en hlutar skipsins sukku tíu metra niður á fljótsbotn- inn. Mörg hundruð manns börðust um í vatninu og hrópuðu á hjálp í ör- væntingu sinni, meðan þeir reyndu að klifra hver upp á annan í sjálfs- bjargarviðleitni sinni. Konurnar, sem voru í víðum pilsum og börn- in, sem aldrei höfðu lært að synda, sukku fljótlega. Sólhlífar, blómum prýddir hattar og matarkörfur flutu um dökkt, leðjukennt vatnið eins og óhugnanleg reköld. Seinna um kvöldið, þegar tungl- ið hékk stórt og gult yfir fljótinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.