Úrval - 01.03.1971, Page 84

Úrval - 01.03.1971, Page 84
82 ÚRVAL manna varð oft venja að leita álits Sindbads. Þótti þá með ólíkindum hvað hundinum tókst með ýmsu lát- bragði að túlka viðbrögð sín, og vöktu þau ósjaldan hrifningu og kátínu skipsmanna. í þessum efnum þótti Sindbad ákjósanlegur sáttasemjari um borð í skipinu og ófá voru þau dæmi, að hann róaði menn og sætti, þegar taugaóstyrkur og leiði sótti að þeim á hættusvæðum N.-Atlantshafsins, þar sem þeir héldu úti við skyldu- störf sín dögum og vikum saman. Þegar ' skipverjar fengu póst var mikill annatími hjá Sindbad. Við slík tækifæri sleppti hann engu tækifæri að lesa úr andlitum skips- félaga sinna viðbrögð þeirra hvort þau lýstu gleði eða hryggð. Gekk hann þá á milli vistarvera þeirra og dugði eitt lítið klór í hurðina til að hleypa honum inn. Líktist þessi háttur hans helzt ,,stofugangi“ sálfræðings. Sýndi einhver bréflesari merki hryggðar eða vonbrigða, átti hann vísa hluttekningu og samúð Sind- bads og í ófáum tilfellum mætti hann sorg þeirra og tárum með eigin tárum og ýlfri. Hans huggun var þá aðallega í því fólgin, að hann reis upp á aft- urfæturna og sleikti viðkomandi í framan. Voru slík tilþrif hans ómetanleg balsam á andleg sár vina hans. Ein var sú persóna um borð í snekkjunni, sem Sindbad ónáðaði aldrei að fyrra bragði — en það var foringinn. Fyrir honum bar hann sérstaka, en þó í öllu sjálfstæða „respekt“, sem í flestu var samhljóða við- teknum reglum, sem um borð ríktu í þeim efnum. Þó sýndi Sindbad greinileg merki þess, að hann gladdist mjög af vinalegu atlæti foringjans, en öll voru þau samskipti með öðrum og formlegri hætti en við aðra skip- verja. Og alltaf hélt hann sig í tilhlýði- legri fjarlægð frá foringjanum. Enda þótt Sindbad væri ærið drykkfelldur í landleyfum sínum, reyndist hann í eðli sínu hvergi slappur, þegar um borð var komið. Aldrei bar það við að hann bæri svo mikið sem bjórdropa á tungu sér, þótt honum væri boðið. Lagði hann þá niður rófuna og labbaði sig á brott með óræðum hundssvip. En hann hafði verið með og tek- ið þátt í því harðrétti, sem sjó- mennskunni fylgdi á þessum norð- læga hjara heims og sem gat kom- ið hvaða sjómanni sem var til að hneigjast til víndrykkju. Og í óveðrum og sjógangi beitti hann skrokki sínum og stóð af sér velting skipsins og ólæti, eins vel og þaulreyndasti sjómaður. Nótt eina, þegar snekkjan háði einvígi við þýzkan kafbát og tókst að ráða niðurlögum hans, stóð Sind- bad á stjórnpalli og fylgdist með átökunum allan tímann, — ífærður sínu björgunarvesti. Eitt sinn gerðu skipsfélagar Sind- bads tilraun til þess að venja hann af því að drekka. En það bar engan árangur. Á bar nokkrum stungu þeir því að þjóninum, að hann skyldi ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.