Úrval - 01.03.1971, Page 90

Úrval - 01.03.1971, Page 90
88 á vakt þessa nótt, átti að aðstoða mig við aðgerðina. Hann hét Ge- orge Walters. George hafði hlotiS meiri reynslu en hinir aðstoðar- læknarnir, og það þurfti mikið til að koma honum úr jafnvægi. Og þessi skapgerðareiginleiki hans reyndist koma í mjög góðar þarfir, er hann gerðist nú aðstoðarmaður minn við skurðaðgerð. í rauninni gerði þessi eiginleiki hans hann að alveg tilvöldum aðstoðarmanni mínum. Þegar svæfingarlæknirinn hafði svæft herra Polansky, fór ég að þvo og skrúbba hinn risavaxna kvið. Hann var sannarlega feitur. Hann vó um 190 pund og var samt aðeins 5 fet og 8 þumlungar á hæð. Þegar ég skrúbbaði og þvoði hend- ur mínar á eftir, fór ég yfir hvern þátt uppskurðarins í huganum. Síð- an klæddi ég mig í skurðlæknis- slopp og hanzka og tók mér stöðu hægra megin við skurðborðið. Hjúkrunarkonan, sem var mér til aðstoðar, rétti mér síðan skurðhníf. Skyndilega gerbreyttist allt við- horf mitt til verksins, sem beið mín. Einu sekúndubroti áður hafði ég verið stútfullur af sjálfsöryggi. En er ég stóð nú með hnífinn í hend- inni og starði á kvið herra Polan- sky, gat ég alls ekki ákvarðað, hvar ég ætti að skera. Öll „kennileiti“ voru nú horfin. Þetta var allt of stór kviður til þess að „rata“ um. George beið nokkrar sekúndur. Síðan sagði hann: „Jæja, byrjaðu þá. Skerðu.“ ,,Hvar?“ spurði ég. ,,Hvar?“ át hann eftir mér. „Nú, ÚRVAL hérna, auðvitað.“ Og um leið dró hann línu með fingrunum. Ég gerði eins og mér hafði verið sagt. En ég skrámaði aðeins húð herra Polansky. „Ýttu svolítið fastar á, þegar þú skerð,“ sagði George. Ég gerði svo. Hnífsblaðið smaug í gegnum húð- ina. Skurðurinn hefur kannske ver- ið 1/16 úr þumlungi á dýpt. „BiU,“ sagði George og leit á mig, „þessi sjúklingur er stór og feitur. Með þessum hraða komumst við ekki inn í sjálft kviðarholið fyrr en eftir fjóra tíma.“ Ég ýtti fastar á hnífinn. Skyndi- lega var ég ekki aðeins kominn í gegnum fitulögin heldur einnig í gegnum vefinn þar fyrir innan.“ „Ekki svona fast!“ hrópaði Ge- orge og greip um úlnlið mér með vinstri hendinni, en með hægri hendinni þrýsti hann um leið sam- anvafinni sáragrisju að skurðsárinu. „Byrjaðu að setja klemmur á æð- ar,“ sagði hann. Hjúkrunarkonan rétti okkur klemmur, sem við festum við þær fjölmörgu æðar, sem ég hafði skor- ið í sundur í slíkum flýti. „Allt í lagi,“ sagði George. „Byrjaðu nú að binda fyrir þær.“ Ég tók við æðaböndunum, sem hjúkrunarkonan rétti mér, og byrj- aði að binda fyrir æðarnar. En snilli sú, sem ég hafði sýnt, er ég var að æfa hnútana á rúmgaflinum einni stundu áður, var nú alveg horfin. Fingur mínir vildu nú ekki lengur hlýða fyrirskipunum heil- ans. Bönd mín runnu af æðaendun- um, saumurinn slitnaði, og einu sinni tókst mér jafnvel að hnýta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.