Úrval - 01.03.1971, Síða 92

Úrval - 01.03.1971, Síða 92
90 ÚRVAL „Botnlangatotan hlýtur að vera í óeðlilegri stellingu," sagði ég. „Er þér sama, þó að ég reyni?“ spurði George. Tveir af fingrum hans hurfu inn í skurðsárið. Fimm sekúndum síðar komu þeir aftur í ljós, og á milli þeirra var botn- langinn og botnlangatotan dingl- andi niður úr honum. „Hún var að vísu svolítið niður- klemrnd," sagði hann af mikilli göfugmennsku. „Hún er heit. Við skulum skera hana burt sem fyrst.“ Með hjálp Georges hnýtti ég fyrir fleiri æðar, og nú tók sjálfsöryggi mitt að vaxa að nýju. „Jæja saum- aðu nú hringsauminn við botn- langatotuopið." Venjulega aðferðin við botnlanga- skurði er sú að binda fyrir botn- langatotuna, þar sem hún vex út úr botnlanganum, og skera síðan totuna af svolítið fyrir ofan fyrir- bindinguna. Síðan er stúfnum stungið inn í botnlangann og hon- um haldið þar með því að draga hrigsauminn fast saman. Þar er um að ræða hringsaum í vegg sjálfs botnlangans, hringinn í kringum botnlangatotuopið. Nú átti ég að sauma þennan hringsaum. Botnlangaveggurinn er ekki mjög þykkur, svona úr 1/8 úr þumlungi. Saumurinn verður að ganga nógu langt inn í vegginn, svo að ekki rifni út úr sporunum, þegar hringsaumurinn er dreginn saman. En sporin mega ekki vera það djúp, að þau nái alveg í gegn- um vegginn. Saumspor mín voru annaðhvort allt of grunn eða of djúp. En loks tókst mér samt að Ijúka verkinu. „Jæja þá,“ sagði George. „Nú skulum við skera burt totuna. Bittu fyrir hana efst uppi.“ Ég gerði það. „Skerðu nú totuna burt.“ Ég ætlaði mér að minnsta kosti að sýnast vera ákveðinn við þenn- an úrslitaþátt uppskurðarins. Ég tók hnífinn og skar totuna burt með einum, snöggum skurði. En ég hafði skorið of nálægt saumnum. „Gættu þín á þessu!“ sagði Ge- orge. „Fyrirbindingin rennur fram af stúfnum.“ Og hún gerði það reyndar. Stúfurinn á botnlangatot- unni lá þarna . . . opinn. Ég varð alveg máttlaus. „Misstu ekki stjórn á þér,“ sagði George. „Við höfum enn hring- sauminn til að grípa til. Ég ýti stúfnum inn í botnlangann, en þú dregur saman hringsauminn og bindur fyrir. Það ætti að dauga.“ Ég tók í báða enda hringsaums- ins og hnýtti fyrsta hnútinn. Ge- orge ýtti opnum botnlangatotuend- anum inn í botnlangann. Hann hvarf eins fyrirhafnarlítið inn í hann og þegar ég er að hnýta bind- ið mitt. Dásamlegt! „Tvo hnúta í viðbót," sagði Ge- orge, „svona til öryggis." Ég hnýtti þann fyrri og varpaði svo öndinni léttar. Enn var stúfur- inn inni í botnlanganum. Við þriðja hnútinn hnýtti ég fastar. Saumur- inn slitnaði, opni stúfurinn skauzt út úr botnlanganum, og botnlang- inn hvarf eitthvað inn í kviðarhol- ið. Eg fann, að það spratt kaldur sviti út um mig frá hvirfli til ilja, og hnén fóru að skjálfa. Jafnvel George virtist verða ó'ró- legur sem snöggvast, er hann þrýsti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.