Úrval - 01.03.1971, Side 96

Úrval - 01.03.1971, Side 96
94 ÚRVAL rauðamæling Sophie?“ Hvenær var hún framkvæmd? .... Fær hún nokkurt járnmeðal? .... Hann gelti þessum spurningum hverri á fætur annarri. Og það var vissara að hafa svörin á reiðum höndum. Ef maður þurfti að fara yfir sjúkra- skýrsluna til þess að leita að þessu, starði Ron eitthvað út í bláinn og lamdi fingrunum í rúmgaflinn, eins og hann vildi segja: „Hvílíkur fá- viti er þessi læknakandídat!“ Og hefði engin blóðrauðamæling far- ið fram tvær síðustu vikurnar, skip- aði hann kannske: „Framkvæmdu hana þá.“ Svo var skipunin skráð tafarlaust í framkvæmdabókina. Og svo héldum við að næsta rúmi. Ég minnist þess, að þegar við snerum aftur til framenda stofunn- ar þennan fyrsta morgun, sagði Ron: „Allt í lagi, strákar. Ég þarf að fá einn bolla, áður en ég fer inn á M4.“ Hann flýtti sér til eld- hússins með þau Eddie og Jean á hælunum, og ég skundaði síðan á eftir þeim. Þau settust, og ég slengdi mér líka á stól. Ron leit upp og sagði: „Bill, þú hlýtur að vera fjandi klár kandídat, ef þú hefur tíma til þess að fá þér kaffi- bolla. Ég vildi gjarnan verða eftir hérna svolitla stund og horfa á þig taka til höndunum. Þú hlýtur að vera jafnsnar í snúningum og hvirfilvindur." Ég roðnaði og ætlaði að rísa á fætur. Ron hló við og sagði: „Láttu mig ekki hræða þig. Seztu aftur. En þú átt margt eftir ólært. Það er allt og sumt. Þú ert eins og uxi í stigmyllu, Bill, sem verður að halda áfram að þramma, svo að áveituvatnsstraumurinn stöðvist ekki. En þú veizt það bara ekki ennþá. Slakaðu bara á, á meðan þú heldur, að þú hafir efni á því.“ Þetta var í annað sinn sem ég var skammaður eða fékk aðfinnsl- ur. Og samt var fyrsti dagurinn minn í sjúkrahúsinu alveg nýbyrj- aður. LYKILL AÐ LEYNDARDÓMI: HVERNIG LIFA SKAL SJÚKRA- HÚSÞJÁLFUNINA AF. Við Eddie fórum svo inn á deild M4, þegar við höfðum lokið kaffi- drykkjunni. Og hann sýndi mér, hvað hann hafði skrifað í „fram- kvæmdabókina“. Ég man ekki ná- kvæmlega, hvaða atriði það voru í þetta skipti. En ég þurfti að búa í nánu sambýli við þessa bók í heilt ár, og ég get mjög auðveld- lega samið hliðstæða síðu með venjulegri dagsskipan. Hún hefur getað litið út eitthvað á þessa leið: 1. Athuga blóðrauða og þvag frú Pica. 2. Finna röntgenmyndir af efra hluta meltingarvegs frú Lane. 3. Skipta um gipsumbúðir á Swanson. 4. Taka saum úr Rollins. 5. Framkvæma ristilspeglun á Flanders. 6. Taka brjóstholsröntgenmynd af Johnson. Listinn virðist ekki vera eins erfiður viðureignar og hann var í raun og veru. En fyrstu viku mína í sjúkrahúsinu hefði það líklega tekið mig mestan hluta dagsins að framkvæma það, sem á honum stóð. I fyrsta lagi hefði ég framkvæmt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.