Úrval - 01.03.1971, Síða 103

Úrval - 01.03.1971, Síða 103
HVERNIG ÉG VARÐ SKURÐLÆKNIR ÍOJ ist ekki í gær. Þú ert ekkert veik- ari en ég. Farðu nú strax á fætur og farðu að tína saman bakkana. Þetta er ekki neitt gistihús." Og Simmons klöngraðist fram úr rúm- inu og gerði eins og honum var sagt. Sharon stjórnaði deild sinni með harðri hendi. Og hún var ekki síð- ur hörð við læknakandídatana en sjúklingana. Ef maður fór að öllu eins og Sharon vildi hafa það, þá var dvölin á M4-deildinni eins ánægjuleg og á hverri annarri deild í Bellevuesjúkrahúsinu. En líf manns þar var sannkallað hundalíf, ef maður dirfðist að brjóta gegn boðorðum hennar. Læknakandídatinn Charlie Rob- bins var til dæmis mesti húðarlet- ingi. Hann gerði bara það, sem hann þurfti að gera til þess að lenda ekki í vandræðum, en ekki ögn þar fram yfir. Hann sagði oft hjúkrunarkonunum að vinna ýmis störf, sem hann átti sjálfur að vinna. Og svo fór hann bara upp í herbergið sitt og lagði sig. En slíkt framferði dugði ekki á M4-deild- inni. Sharon hringdi þá bara upp í herbergi Charlie. Og ef hann svaraði ekki, lét hún símann bara hringja, þangað til hann gafst upp. Hún spurði hann spurninga um hin minnstu smáatriði, og þegar hann bað hana um að gera eitthvert smáviðvik fyrir sig, svaraði hún jafnan: „Nei, dr. Robbins. Það get ég ekki gert. Það er læknisstarf." En sæi hún á hinn bóginn, að maður vann af kappi, gerði hún allt sem hún gat til þess að hjálpa manni. Hrós af hennar hálfu var mikill virðingarvottur. Ég gleymi aldrei þeim degi á M4-deildinni, þegar við vorum að skipta um sáraumbúðir, Sharon og ég, og við komum að sjúklingi, sem var með umbúðir, sem varð að klippa af og ég spurði Sharon í hundraðasta skipti þennan mánuð: „Má ég fá skærin þín lánuð?“ Skæri eru eins og demantar í Bellevuesjúkrahús- inu. Það er aldrei nóg af þeim þar. „Nei,“ svaraði Sharon alveg óvænt. É'g hélt, að hún væri að gera að gamni sínu. „Svona nú, Sharon,“ sagði ég. „Vertu nú góð. Ég ætla ekki að stela skærunum þínum. Ég skal fá þér þau aftur, strax og ég er búinn að nota þau.“ „Nei,“ svaraði hún, „þú getur ekki fengið að nota þau.“ Svo stakk hún hendinni niður í vasann og tók síðan upp splunkuný sáraumbúða- skæri og rétti mér þau. Og á þau hafði verið grafið: Dr. Nolen. „Gjörðu svo vel,“ sagði hún, „eigðu þau . . . þú hefur verið ágætur læknakandídat.“ Þetta var hámark fyrsta árs míns í Bellevuesjúkrahúsinu. BARÁTTAN UM BLÓÐIÐ Ég held ekki, að neinn, sem er ekki læknir, geti raunverulega gert sér grein fyrir mikilvægi blóðsins. Maður þarf að hafa reynt að bjarga einhverjum manni, sem er með meltingarvegssár, sem blæðir mik- ið úr, eða barni, sem hefur nýlega dottið niður úr tré og sprengt í sér miltað, til þess að geta gert sér grein fyrir því, hversu örlagaríkt blóðtap getur verið. Eitt augnablik-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.