Úrval - 01.03.1971, Síða 114

Úrval - 01.03.1971, Síða 114
112 ÚRVAL til taks tvö sett af minni skurð- tækjunum, þegar dr. Lang þurfti að sauma saman skurð. Auðvitað voru forlögin mér ekki hliðhollari en svo, að ég var á vakt nóttina, sem Lang þuríti að fram- kvæma íyrsta botnlangauppskurð- inn sinn. Hann lét sækja mig niður á slysavarðstofuna til þess að líta á sjúklinginn. Ég skoðaði hann. Það var enginn vafi á því, að hér var um bráða botnlangabólgu að ræða. „Búðu hann undir uppskurð, Bob,“ sagði ég. „Það er verið að gera keisaraskurð í skurðstofunni núna, en við verðum svo næstir með þennan sjúkling. Hann ætti ekki að þurfa að bíða lengur en í einn tíma.“ Við komumst að á skurðstofunni um miðnættið. Og nú var komið að mér að þola sömu þjáningar og George hafði orðið að þola af mín- um völdum kandídatsárið mitt. Það gekk allt á afturfótunum hjá Lang. Hann sleit saumgarnið, reif út úr sporum, saumaði vitlaust, missti klemmur og losaði um æða- klemmur. Þegar við komumst loks inn í kviðarholið, gaf ég honum fimm tækifæri til þess að fjar- lægja botnlangatotuna, en gerði það svo loks sjálfur. Ég leið vítiskvalir. Hann skar ekki totuna af of ná- lægt botnlanganum eða reif út úr hringsaumnum, eins og ég hafði gert. En hann tók mér samt fram að öðru leyti. Hann hafði ekki að- eins skorið mig einu sinni með hnífnum, áður en uppskurðinum lauk, heldur þrisvar sinnum. Upp- skurðurinn stóð fimm mínútum lengur en gert hafði verið ráð fyr- ir, bara vegna þess að ég þurfti svo oft að skipta um hanzka. Þegar uppskurðinum var lokið og við vorum að koma sjúklingm um á hjólaborðið, tókst mér samt að stama upp þeim orðum, sem ég vissi, að hann vildi fá að heyra: „Þetta gekk vel, Bob.“ „Þakka þér fyrir, Bill, “ sagði hann skælbrosandi. „Mér fannst þetta heldur ekki ganga sem verst.“ Hann hafði í raun og veru trúað orðum mínum! DAUÐI Meðan ég var læknanemi, hvarfl- aði það aldrei að mér, að ég mundi einhvern tíma óska þess, að ein- hver sjúklingur dæi. En það kom samt að því. Það var um að ræða 35 ára gamlan mann, sem hafði verið á nokkurra vikna fylliríi. Fylliríinu lauk, þegar hann sofnaði með sígarettu í munninum í leigu- greni niðri á Bowery og kveikti í rúmfötunum. Það var komið með hann til sjúkrahússins hræðilega á sig leikinn. 80% af yfirborði lík- ama hans var þakið brunasárum og mest af þeim voru 3. gráðu bruna- sár, þ. e. brunasár á hæsta stigi. Ég gerði að sárum hans, byrjaði að gefa honum vökva í æð og hafði eftirlit með lyfjagjöf. Hann hafði fulla meðvitund allt frá byrjun, og á hverjum degi spurði hann mig, hvernig gengi með batann. É'g reyndi alltaf að segja eitthvað hug- hreystandi við hann. Það gekk reyndar ekki sem verst í fyrstu. En svo komst sýking í sár- in að tveim vikum liðnum. Skæn- ið, sem myndazt hafði á brunasár-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.