Úrval - 01.03.1971, Page 120

Úrval - 01.03.1971, Page 120
118 ÚRVAL Það er ótrúlegt en satt, að mannapar liafa geysilega gaman af að horfa á sjónvarp. Þeir geta setið við það tímunum saman. H. Bourne, og krafðist þess að fá að heyra sannleikann í málinu. „Hvers konar apaspil er þetta eig- inlega“? spurði ég. „Apar eru ekki nógu' vel gefnir til þess að horfa á sjónvarp. Sjónvarp er fyrir fólk“! „Svona, svona“, sagði dr. Bourne, „þessi ummæli okkar áttu ekki að skoðast sem móðgun. ,,En það er nú samt satt, að við höfum sjón- varpstæki hérna fyrir apana. Og það er líka staðreynd, að þeim þykir gaman að horfa á sjónvarp sér til afþreyingar“. Eg lét fallast í stól við hliðina á sérstaklega ljótri górilluhauskúpu. „Þetta er þá satt“, muldraði ég. Dr. Bourne klappaði á öxl mér á sefandi hátt. „Svona, þér skuluð ekki taka þetta svo nærri yður“, sagði hann. „Þeim geðjast ekki að öilum dagskrárliðum. Þeir eru hrifnastir af þeim, þar sem eitthvað gerist og eitthvað líf er í tuskun- um. Og þeir hafa gaman af sumum heimildarkvikmyndum”. „Sumum heimildarkvikmyndum"! hrópaði ég og spratt á fætur. „Nú, hvað verður þá um okkur menn- ina? Sjónvarpið er þýðingarmesta skemmtunar- og fíölmiðlunarform- ið, sem nokkru sinni hefur verið fundið upp. Milljónir manna dá það alveg og elska. Margir horfa á það allt að sex stundir á degi hverjum. Og nú kemur það í ljós, að hópur af öpum hefur óskaplega gaman af sömu dagskrárliðunum og við mennirnir"! Eg hallaði mér nær honum. „Gerið þér yður grein fyr- ir því, hvaða áhrif þetta gæti haft á siðferðisþrek þjóðarinnar, ef þetta fréttist? Hve lengi hafa þessi ósköp eiginlega staðið“? „Aðeins nokkra mánuði. Mér kom þessi hugmynd fyrst í hug, er ég heyrði um simpansa einn í Santa Barbara, Bobby að nafni, sem væri alveg vitlaus í sjónvarp, einkum dagskrárliði, sem mikið væri um átök og ofbeldi. Eitt uppáhaldssýn- ingaratriði hans var allsherjarslag- ur á kránum í kúrekamyndunum. Þá veinaði hann alltaf af æsingu, hoppaði upp og niður og kastaði hlutum í skerminn, hvenær sem menn tóku að láta hnefahöggin dynja hver á öðrum. Hann lærði fljótt að þekkja ,,illvirkjann“ í myndinni og fannst alltaf óskap- lega gaman, þegar hann birtist á skerminum. Mér datt í hug, að fyrst Bobby hefði svona gaman af sjónvarpinu, væri alveg tilvalið að prófa þetta hér í rannsóknarstöðinni öpunum til afþreyingar. Því fór ég fram á það opinberlega, að fólk sendi okk- ur gömul sjónvarpstæki að gjöf. Og nú höfum við 15 tæki. Komið með mér. Ég skal sýna yður þetta. Sko, það er ekki neitt sérstak-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.