Úrval - 01.04.1971, Page 20

Úrval - 01.04.1971, Page 20
18 ÚRVAL tala trúarinnar. Hin heilaga þrenn- ing táknar Föður, Son og Heilagan anda. Heiðingjar álitu töluna 3 tákna jörðina, hafið og himininn. En nú orðið er talan 3 víða álit- in vera óhappatala. („Allt er, þá þrennt er“, þ. e. ef eitthvert óhapp ber að höndum, er líklegt, að tvö önnur fylgi þar á eftir). Líklega hafa menn farið að álíta, að bölv- un fylgdi þessari tölu, eftir að Pét- ur afneitaði Jesú þrisvar sinnum, „áður en haninn galaði tvisvar“. En það er samt talan 13, sem mest hjátrú er tengd við. Þar til á allra síðustu árum var víðast hvar engin 13. hæð í gistihúsum né skrifstofubyggingum. Sum flugfé- lög vilja enn ekki hafa neitt flug númer 13 á áætlun sinni né jafn- vel sætaröð með því númeri í flug- vélunum. Það er ekki óalgengt að finna allt að heilli tylft' mismunandi upphafs einnar og sömu hjátrúarinnar. Ott- inn við töluna 13 myndaðist að öll- um líkindum upphaflega með hinni fornu norrænu goðsögn um Loka, sem gerðist boðflenna í veizlu, sem 12 aðrir guðir sátu, og varð þann- ig sá 13. við borðið. Að máltíðinni lokinni átti Loki upptökin að óhappaverki því, sem þá var unn- ið, er Baldur, hinn vinsælasti allra guða, var drepinn. Það var einnig Júdas, sá lærisveinninn, sem sveik Jesú, sem varð hinn 13. yið hina heilögu kvöldmáltíð, þar eð það var hann, sem kom seinna en hinir. Og er þar um enn eitt upphaf „Tris- kaidekaphobiu“ (ótta við töluna 13) að ræða. Óhappatalan 13 magnast um allan helming, þegar hún tengist föstu- degi, en upphaf hans sem óheilla- dags er oft tengt ýmsum sögum í Biblíunni. í sumum gömlum hand- ritum er skýrt frá því, að Eva hafi étið eplið á föstudegi og að þau Adam hafi einnig verið rekin úr aldingarðinum Eden á föstudegi. Kain er sagður hafa drepið Abel bróður sinn á föstudegi, og sumir fræðimenn skýra svo frá, að synda- flóðið hafi byrjað á fimmta degi vikunnar. Krossfesting Krists fór einnig fram á föstudegi. Sú saga er sögð, að brezka flota- málaráðuneytið hafi eitt sinn reynt að afsanna það, að föstudagurinn væri sérstakur óheilladagur. í þeim tilgangi lét það leggja kjölinn að nýju skipi á föstudegi, og var skip- ið skírt „Föstudagur“. Því var einn- ig hleypt af stokkunum á föstudegi, og það lét úr höfn á föstudegi, og skipstjórinn hét Föstudagur (Fri- day) að ættarnafni. Skip þetta hvarf svo á hafi úti með allri áhöfn og fréttist aldrei neitt um afdrif þess. En rannsókn 90 meiri háttar flug- slysa hefur leitt í ljós, að aðeins 14 þessara slysa urðu á föstudegi og ekkert þeirra á 13. degi nokkurs mánaðar. Margt fólk fæst alls ekki til þess að ganga undir uppreistan stiga. Rökrétta tylliástæðan er sú, að það fái kannske málningardós eða verk- færi í hausinn. En ástæða þess, að það er álitið óheillamerki að ganga undir stigann, er líklega sú stað- reynd, að stigi, sem reistur er upp við vegg, myndar eina hlið þrí- hyrnings. Dulspekingar frumkristn- innar álitu þríhyrninginn vera tákn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.