Úrval - 01.04.1971, Page 24

Úrval - 01.04.1971, Page 24
22 ÚRVAL að fá hann sakfelldan og rekinn úr hernum. Blöð Gyðingahatara, kaþólskra og flest blöð önnur hófu nú hinar hatrammlegustu ofsóknir gegn Dreyfus. Þess var engin þörf, að bíða þess, að sannanir gegn honum kæmu fram. Hann var Gyðingur og það var nóg. f mesta skyndi var settur upp herréttur - - ekki til þess að rannsaka, hvort Dreyfus væri sekur, heldur til þess að sakfella hann. Og í desember 1894 var dóm- urinn kveðinn upp. Dreyfus var dæmdur til ævilangrar útlegðar í frönsku sakamannanýlendunni Guy- ana. Og til þess að þyngja refsing- una enn meir var hann látinn haf- ast við á lítilli ey — Djöflaeynni — skammt frá ströndinni. Umhverfis húsið var há staurgirðing, en utan girðingarinnar voru hermenn á verði, og var þeim stranglega bann- að að gefa sig á tal við fangann. En þetta var aðeins fyrsti þáttur þess sorgarleiks, sem átti eftir að vekja hrylling manna um allan hinn menntaða heim. Tveimur ár- um eftir að útlegðardómurinn var kveðinn upp, var Piquart höfuðs- maður gerður að yfirmanni leyni- þjónustunnar. Dag nokkurn kom einn af starfsmönnum leyniþjón- ustunnar með bréf, sem ritað var til höfuðsmanns nokkurs að nafni Esterhazy. Bréfið var rifið í marg- ar tætlur og hafði fundizt þannig í pappírskörfu í húsakynnum þýzku sendisveitarskrifstofunnar í París. Efni bréfsins var mjög alvarlegt fyrir Esterhazy, þar sem það bar ótvírætt með sér, að hann hefði selt Þjóðverjum frönsk hernaðarleynd- armál. Piquart höfuðsmaður tók nú að grennslast nánar eftir, hvers kon- ar maður þessi Esterhazy væri. Það kom þá í ljós, að hann hafði allt annað en gott orð á sér. Af tilvilj- un datt Piquart höfuðsmanni í hug að bera rithönd Esterhazys saman við skjalaskrána, sem varð Dreyfus að falli. Sér til mikillar furðu, sá hann, að rithöndin var nákvæmlega hin sama. Piquart höfuðsmanni varð nú þegar ljóst, að það var Esterhazy en ekki Dreyfus, sem sekur var, og tók hann nú að rann- saka öll málskjölin gaumgæfilega. Honum varð bráðlega ljóst, að mál- skjölin fólu ekki í sér hinar minnstu sannanir fyrir sekt Dreyfus. Hann fór nú á fund yfirmanna sinna, en þeir ráðlögðu honum að hafa sig hægan og gæta hinnar ýtrustu var- úðar. Smám saman varð herforingj- um þeim, sem mest höfðu lagt sig fram til að koma Dreyfus á kné, ljóst, að hætta var á ferðum. Ef Esterhazy yrði dæmdur og Dreyfus sýknaður, mundi það valda hinu mesta hneyksli þeim til handa. Aft- ur fóru blöð klerkavaldsins og Gyð- ingahataranna á stúfana. Yfirmenn Piquarts skipuðu honum að halda sér saman. ,,Ef þér haldið yður sam- an, þá vitnast ekkert,“ sögðu þeir. En Piquart höfuðsmaður var of heiðarlegur og réttsýnn til þess að þegja. Hann fór ekkert dult með það, að hann ætlaði sér að taka málið upp að nýju. Þá fékk hann fyrirmæli um að fara frá París. Siðan var hann sendur til Tunis og var hafður á þeim stöðum, sem mannhætta var mest. Hershöfðingj- arnir og þeirra fylgifiskar gerðu sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.