Úrval - 01.04.1971, Side 34

Úrval - 01.04.1971, Side 34
32 URVAL um fjögurhundruð og átján ár, eða til ársins 1937. Við skulum líta á Guernica, sem er eftir spánska málarann Pablo Picasso. Hún hangir nú í Nútíma- listasafninu eða Museum of Modern Art í New York. Orsök þessa verks er harmleik- ur, sem átti sér stað í samnefndum bæ, sem stendur á Norðurströnd Spánar. Og til frekari skýringar ætla ég með örfáum orðum að rifja upp þessa sögu. Þau öfl höfðu náð fótfestu norð- ur í Þýzkalandi, sem síðar áttu eftir að steypa Evrópu út í þann hildarleik, sem leiddi af sér morð á milljónum manna. Borgir og byggðir voru lagðar í rúst. Þýzka- land gat ekki unnið heiminn án undirbúnings og tilrauna, vopn voru smíðuð af kappi og nýir möguleikar opnuðust til fjölda- morða — flugvélar búnar hríð- skotabyssum og sprengjum. Bráð- snjallir herforingjar þinguðu um hvernig mætti nota þetta voðalega vopn með sem beztum árangri. Spurningin var, hvernig yrðu við- brögð venjulegra borgara við árás úr lofti; aðeins með tilraun var hægt að fá svar við því. Og vegna ríkjandi ástands varð Spánn fyrir valinu; bærinn Guer- nica. Kúlnahríðin úr vængjum þýzku orrustuvélanna, sem steyptu sér yf- ir bæinn, var eins og haglél. Fólkið hrundi niður á götunum eins og gras fyrir ljá, þeir sem ósærðir voru forðuðu sér inn í nærliggjandi hús í leit að skjóli. En þar var lít- inn griðap+að að finna, því að í kjölfar orrustuflugvélanna komu sprengjuflugvélar hlaðnar stórvirk- um sprengjum, sem splundruðu húsunum eins og spilaborgum. Og undan hrynjandi veggjum æddi örvita fólkið aftur út á göt- urnar, þar sem orrustuflugvélarnar tóku við því á ný, sáldrandi yfir það blýi og dauða. Árásirnar end- urtóku sig í kerfisbundinni röð. Á svipstundu hafði bæjarbúum Guer- nica nærfellt verið eytt með öllu. Leiðangrinum var lokið, tilraunin hafði heppnazt fullkomlega. Atburður þessi varð málaranum Picasso slík híartastunga, að frá honum varð ekki komizt aðgerða- laust, og árið 1937 er myndverkið fullgert. Picasso fer líkt að og Leonardo; hann byggir mynd sína inn í svið lokað á þrjá vegu. Við skulum ekki skoða þessa mynd frá myndfræði- legu sjónarmiði, heldur líta á skáld- skap hennar og boðskap. Það fyrsta sem við skynjum er hróp eða öllu heldur öskur, upp- lausn, angist og kvöl. Efst í mynd- inni vinstra megin við miðju sjáið þið rafmagnsljósið; kalt og sting- andi lýsir það upp sviðið. En lengst til hægri krýpur fanginn innilok- aður í klefa sínum, teygjandi hend- ur og höfuð mót litlum glugga, sem er draumur hans um frelsi. En þeg- ar betur er að gáð, er til hægri við hann hurð opin í hálfa gátt. Minnir þetta ekki dálítið á söguna um fangann, sem vissi eftir tuttugu ár að hurðin að fangaklefanum hafði aldrei verið lokuð. Og ef við fær- um okkur lengst til vinstri og virð- um fyrir okkur nautið, tákn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.