Úrval - 01.04.1971, Síða 52

Úrval - 01.04.1971, Síða 52
50 illt. En nú fer ég inn til konu, sem ég hef aldrei séð fyrr, og tala við hana eins og hvorki móður, systir eða vinkona gætu talað. Og hún getur talað við mig.“ ,,Ég geng alltaf í prjónakjólum, svo það sjáist að ég þarf ekki að leyna vaxtarlagi mínu. Ég hef smáleik og segi: „Hvort þeirra er gervibrjóstið?“ Þær sjá það ekki, og þær hlæja að því. Og síðan horfa þær á mig og hlusta: „Svona get ég litið út.“ „Það sem hrjáir okkur allar er þessi hugsun: „Vill maðurinn minn sjá mig?“ í reyndinni er það svo furðulegt. Ég get enga skýringu gefið á því, en flestir eiginmenn bera miklu heitari tilfinningar til konunnar eftir uppskurðinn en áð- ur. Kannski hugsa þeir allt í einu: „Ég hefði getað misst hana“.“ Jacqueline Reiler staðfestir þetta. „Maðurinn minn varð svo hugul- samur og blíður, að ég var viss um að læknirinn hefði sagt honum að ég myndi ekki lifa lengi,“ segir hún. „En því var hreint ekki svo varið. Hann breyttist bara.“ Sumir eiginmenn eru of tillits- samir. „Hánn fer með mig eins og skurnlaust egg — hann er stein- hættur að faðma mig og kremja eins og áður,“ sagði ein kona. Slík óhófleg umhyggja hjá eiginmanni hefur þau áhrif, að konunni finnst hún aðeins vera til byrði. „Vor- kenndu henni ekki. Sýndu henni ástúð og nærgætni, en á hressileg- an hátt,“ eru þær ráðleggingar sem einn skurðlæknirinn gefur. Allar alvarlegar skurðaðgerðir reyna mjög á sambúðina í fjöl- skyldulífinu. En dr. Cushman, sem hefur nýlega látið af störfum sem yfirskurðlæknir við Francis Dela- field Hospital í New York, hefur þetta að segja: „Ég hef séð mörg hundruð tilfelli af brjóstkrabba sem læknast hafa við brjóstskurð — jafnvel þar sem bæði brjóstin voru tekin — en ég hef enn ekki orðið þess var, að þessi aðgerð hafi eyðilagt líf nokkurrar konu. Ég veit um ótal hamingjusöm hjóna- bönd þar sem ástin hefur aldrei dvínað á hvora hlið. Ég hef líka séð hjónaskilnaði eftir uppskurð. En að mínu áliti var uppskurður- inn ekki orsök skilnaðar. Því til sönnunar má geta þess, að margar þessar konur hafa fundið hamingju í nýju hjónabandi. Klæðaburðurinn verður eins konar vandamál eftir uppskurðinn. Frú Reiler segir: „Maður ímyndar sér að allir séu að horfa á mann. Auðvitað er þetta misskilningur, en maður kaupir sér föt sem hylja allt. Nú nota ég jafnvel bikini við sund- laugina okkar. Sérhver kona sem gengizt hefur undir brjóstskurð ætti að fá sér varanlegt gervibrjóst eftir máli um leið og læknirinn telur það tíma- bært. Gervibrjóstið er gert úr þykku plastefni og fyllt með vökva sem hefur sömu þyngd og brjóst- vefjarnir. Tilgangurinn með þessu er að gefa konunni fullkomið lík- amsjafnvægi. Slík gervibrjóst kosta 15—25 dollara, og eru fáanleg í ót- al stærðum. Margar konur eru svo þakklátar fyrir þá sálfræðilegu aðstoð og þær ráðleggingar sem frú Seefeld lætur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.