Úrval - 01.04.1971, Side 78

Úrval - 01.04.1971, Side 78
76 ÚRVAL hvers vegna lét nefndin jafnframt því undir höfuð leggjast að rann- saka einnig tengslin milli kláms og glæpa, þ. e. það verkefni, sem þjóð- þingið fól henni sérstaklega að" vinna? 2. Nefndin lét ekki fara fram neinar opinberar viðræður, sem mark væri á takandi, þ. e. boðaði ekki á sinn fund ýmsa aðilja, sem hefðu getað lagt eitthvað ábyrgt til málanna fyrir opnum tjöldum. Og yfirleitt skýrði hún aðeins frá þeim vísindalegu „staðreyndum", sem studdu fyrirframmyndaðar skoðan- ir meirihluta nefndarmanna. Er nefndin neitaði hvað eftir annað að láta fara fram slikar viðræður, tóku nefndarmennirnir Morton A. Hill og Winfrey C. Link til sinna ráða og létu fara fram slíkar viðræður á eigin vegum í borgum víðs vegar um landið. (Síðar lögðu þeir fram minnihlutaálit með harðyrtri gagn- rýni, sem ég samþykkti). Vegna al- mennrar kröfu manna samþykkti meirihlutinn loks, er nefndin virt- ist vera að syngja sitt síðasta vers, að láta fara fram fiögurra daga op- inberar viðræður á vegum nefnd- arinnar í Washington og Los An- geles. En þetta var ekki nægur tími fyrir marga borgara, er létu sig málið skipta og vildu koma fyrir nefndina og segja sitt álit og skýra frá sinni reynslu. Samt er lýst yfir því í valds- mannstón í nefndarálitinu, að „meirihluti bandarísks fullorðins fólks álíti, að fullorðnu fólki ætti að levfast að lesa eða sjá hvers konar kynferðilegt efni, sem það sjálft óskar að lesa eða sjá.“ Þessi yfirlýsing er augsýnilega grund- völluð á skoðanakönnun, sem gerð var á vegum nefndarinnar, en þar var komizt að þeirri niðurstöðu, að aðeins 2% Bandaríkjamanna álitu klám vera alvarlegt þjóðarvanda- mál. En þeir, sem skoðanakönnunina framkvæmdu, höfðu aðeins spurt fólk að því, hvað það áliti vera „tvö eða þrjú alvarlegustu vanda- mál, sem þjóðin ætti nú við að striða“. Auðvitað svöruðu flestir, að það væri „stríð“, „kynþáttadeilur“ eða „hætta, sem steðjaði að lögum og rétti í landinu". Þvert á móti kom það fram við Harris-skoðana- könnun árið 1969, að 76% Banda- ríkjamanna vilja, að klámefni verði bannað með lögum, og í Gallupskoð- anakönnun kom það fram, að 85% styðja strangari lög gegn klámfeni. 3. Nefndin samdi og birti loka- skýrslu sína í allt of miklum flýti. Upphaflega áttu fjórar undirnefnd- ir, skipaðar ýmsum nefndarmann- anna 18, að rannsaka allmargar „tæknilegar skýrslur" (þ. e. rann- sóknir og athuganir framkvæmdar af 22 starfsmönnum nefndarinnar auk vísindalegra starfsmanna, sem ekki störfuðu á vegum nefndarinn- ar. Undirnefndir þessar áttu svo að afhenda aðalnefndinni skýrslur sín- ar, og hún átti svo að láta í Ijósi álit sitt á þeim og kveða upp end- anlegan úrskurð. Nefndin eyddi megninu af 2 milljón dollara styrk sínum í 70 slíkar athuganir og skýrslur. En það tókst ekki að ljúka við allmargar þeirra nógu fljótt til þess að nota mætti þær sem grund- völl til þess að byggja athuganir og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.