Úrval - 01.04.1971, Síða 79

Úrval - 01.04.1971, Síða 79
SKÝRSLAN SEM HNEYKSLAÐI ÞJÓÐINA 77 skýrslur undirnefndanna á. Það var mjög slæmt. En heildarnefndin samdi svo álit sitt og birti það áður en undirnefndirnar fjórar gátu lát- ið heildarnefndinni í té sínar end- anlegu skýrslur. Þar að auki fékk hvorki ég né sumir aðrir nefndarmenn að vita um efni eða niðurstöður ýmissa tæknilegra athugana og skýrslna þrátt fyrir endurteknar beiðnir okkar. Mér tókst að vísu að afla mér þeirra og frests til þess að leggja fram minnihlutaskýrslu og nefndarálit, en ekki fyrr en ég hóf málsókn fyrir alríkisdómstólum og heimtaði, að mér yrði veitt slíkt leyfi. Um þetta fórust John Mc- Clellan, öldungadeildarþingmanni demokrata í Arkansasfylki, svo orð síðar: „f gervallri sögu þjóðþings- ins hafa stjórnarskrárleg réttindi nefndarmanna í forsetaskipaðri nefnd aldrei fyrr verið fótum troð- in í slíkum mæli, að nefndarmaður hafi neyðzt til þess að leita ásjár fyrir dómstólunum." STAÐREYNDIR OG ÍMYNDANIR Skýrsla nefndarinnar hefur þeg- ar mætt öflugri andstöðu í Wash- ington. í október samdi Öldunga- deildin þingsályktunartillögu með yfirgnæfandi meirihluta, sem af- neitaði og hafnaði sérstaklega skýrslu meirihluta nefndarinnar. Flutningsmaður þingsályktunartil- lögunnar var McClellan öldunga- deildarþingmaður. Var þetta algert einsdæmi í sögu Öldungadeildarinn- ar. Tvær eftirtaldar ástæður voru gefnar fyrir efni þingsályktunartil- lögu þessarar: 1) að „niðurstöður og ráðleggingar nefndarinnar styðst ekki við sönnunargögn," og 2) að „nefndin hafi ekki farið eftir fyrir- mælum þjóðþingsins.“ Og eftir að Nixon forseti hafði athugað skýrsl- una, sagði hann: „Ég hafna álykt- unum hennar og ráðleggingum, sem sýna siðferðilegt gjaldþrot. Það verður ekki dregið úr viðleitni til þess að hafa hömlur á klámefni og útrýma því úr þjóðfélaginu, meðan ég verð í Hvíta húsinu.“ En vegna þess, hversu mikið var skrifað og rætt um ráðleggingar og tillögur meirihluta nefndarinnar um lausn „klámvandamálsins“, finnst mér, að það verði að gefa hér bein svör við nokkrum atriðunum. Meirihluti nefndarinnar heldur því til dæmis fram, að „ýtarleg rannsókn hafi ekki leitt í ljós nein merki þess, að snerting við berort kynferðilegt efni eða notkun þess eigi neinn mikilvægan þátt í því að valda þjóðfélagslegu eða einstakl- ingsbundnu tjóni.“ Svar mitt við þessari staðhæfingu er þetta: Þótt erfitt sé að sanna tengsl orsaka og afleiðinga í þjóð- félagslegum efnum, færir almenn skynsemi okkur heim sanninn um, að það sé fáránlegt að gefa í skyn, að klám hafi engin áhrif. Kynferð- isglæpum hefur fjölgað stórkost- lega, síðan núverandi klámbylgja hófst upp úr 1960. Frá 1960 til árs- loka 1969 jókst tala nauðganakæra um 116% og handtökum fyrir nauðganir fjölgaði um 56.6%. Einn- ig jukust handtökur fyrir vændi og saurlífi í hagnaðarskyni um 60%.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.