Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 80

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 80
78 Slíkar tölur virðast að mínnsta kosti sýna „mikilvæg“ tengsl milli glæpa og kláms. Og í rauninni kaus meirihluti nefndarinnar að skella skollaeyrun- um við mörgum þeim niðurstöðum sinna eigin athugana og rannsókna, sem bentu til slæmra áhrifa af klámi. Ein slík rannsókn tók til 365 karlmanna, þar á meðal fanga, mennta- og háskólanema og nem- enda í rómversk-kaþólskum presta- skóla. I niðurstöðum hennar er meðal annars að finna þessar setn- ingar: „Upplýsingarnar benda ein- dregið til þess, að snerting við tals- vert magn af klámi á unga aldri (þ. e. undir 14 ára aldri) eigi þátt í þróun afbrigðilegra kynlífsvið- horfa.“ Önnur rannsókn, sem fram fór á vegum nefndarinnar og tók til 464 unglinga og ungra manna á betrunarskólum og betrunarhælum, sýndi æ ofan í æ tenglsin milli ná- innar snertingar við klámefni og afbrigðilegrar kynhegðunar á unga aldri. Rúmu ári áður en nefndin lauk störfum sínum, fór ég fram á, að plögg í fjölda lögreglumála yrðu rannsökuð nákvæmlega til þess að ganga úr skugga um, hvort klám- efni komi við sögu í andþjóðfélags- legum kynafbrotamálum. I beiðni minni var vísað til niðurstaða til- raunarannsóknar, sem framkvæmd var af samtökunum „Stuðnings- mönnum sómasamlegra bók- mennta“, en þau höfðu beðið lög- regluyfirvöld í nokkrum borgum að semja lista yfir mál, þar sem klámefni var í tengslum við kyn- ferðisglæpi 34 slík mál voru nefnd ÚRVAL í þessari beiðni minni, en samt skeytti meirihluti nefndarinnar ekkert um þessar niðurstöður og neitaði að gefa leyfi til ýtarlegri rannsókna á þessu sviði, er tæki til alls landsins. RÖNG SKILGREINING Nefndin heldur því einnig fram, að ríkjandi skoðun í Hæstarétti, ríkisundirréttum og fylkisréttum sé sú, að eftirtalin regla skuli gilda um það, hvað álíta skuli klámefni: þ. e. hvort „aðalkjarni efnisins í heild vekji saurlífisáhuga” hjá venju- legri persónu, sem notar nútíma- legan mælikvarða á slíka hluti, og hvort ,>efnið sé algerlega án já- kvæðs þjóðfélagslegs gildis.“ Samkvæmt þessari túlkun væri næstum alveg ómögulegt að flokka nokkurt efni sem klámefni, en hún var þýðingarmikill þáttur í at- kvæðagreiðslu meirihluta nefndar- innar, sem greiddi atkvæði með því að lögleiða klám. En þessi túlk- un er algerlega ósönn. Árið 1957 ákvarðaði Hæstiréttur, hver skyldi vera mælikvarði þess, hvort efni væri klám eða ekki, þegar hann kvað upp hinn fræga úrskurð sinn á málinu „Roth gegn Bandaríkjun- um“. Hæstiréttur lýsti yfir því, að „Fyrsta stjórnarskrárbreytingin“, sem tryggir málfrelsi, hafi aldrei tekið til klámefnis, þar eð „klám- efni heyrir ekki undir mælt eða prentað mál, sem verndað er af st j órnarskránni.“ Einnig lýsti Hæstiréttur því yf- ir, að efni sé klámefni, þegar „venju- leg persóna, sem notar nútímaleg- an mælikvarða á slíka hluti, álítur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.