Úrval - 01.04.1971, Page 89

Úrval - 01.04.1971, Page 89
87 * * * * * íðustu vikurnar hafði andrúmsloftið í Pek- ing gerzt æ ógnvæn- legra fyrir alla út- lendinga, er þar voru búsettir. Snemma í ársbyrjun (1967) höfðu geysivíðtæk og æðisgengin mótmæli verið svið- sett gegn rússnesku, frönsku og júgóslavnesku sendiráðunum þar í borg. Síðan varð hlé vegna vorsán- ingaranna, en að þeim loknum hafði mótmælunum verið beint gegn indónesisku stjórnarerindrek- unum í Peking. Og nú var röðin komin að Bretum. „Kannske ættir þú að búa þig undir þann möguleika, að þú lendir líka bráðum í einhverjum vand- ræðum,“ sagði einn vinur minn við mig í aðvörunarskyni. É’g man það vel, að mér fannst þá sem það væru litlar líkur á því, að vandræði þessi mundu snerta mig. É'g var ekki í neinum tengslum við brezku ríkisstjórnina. Ég hafði kom- ið til Peking í marz árið 1967 sem fréttaritari fyrir Reutersfréttastof- una brezku til þess að afla frétta um Rauðu varðliðana og hina svo- kölluðu „menningarbyltingu" þeirra og koma þeim áleiðis til Lundúna. Þessir ofsafengnu og eldheitu hermdarverkamenn úr röðum ung- kommúnista réðust opinberlega á allt það, sem þeir álitu „borgara- legt“ eða „í mótstöðu við flokkinn“ og svifust einskis. Það var Mao Tse-tung sjálfur, sem hafði alið þá upp í þessu og hvatt þá óspart. Þeir æddu um göturnar og hegðuðu sér að vild, klipptu hár síðhærðra kvenna, er á vegi þeirra urðu, ristu í sundur niðurmjóar skálmarnar á buxum, er voru í vestrænum stíl, og báru fram fáránlegar og skilyrð- islausar kröfur á hendur almenn- ingi. Mótmæli þeirra gegn útlend- ingum og öllu erlendu voru einn þáttur starfsemi þeirra. Sókn þeirra gegn Bretum hófst aðfaranótt þ. 15. maí, þegar hópar Kínverja byrjuðu að þramma fram hjá hliðinu við bústað brezku sendi- nefndarinnar og hrópuðu sífellt í kór: „Hengjum Wilson“.* Á þrem dögum þrammaði samtals ein millj- ón manna þar fram hjá. Mannfjöld- inn brenndi brúður í mynd Har- olds Wilsons forsætisráðherra og þöktu alla garðveggina við hús brezku sendinefndarinnar áróðurs- spjöldum með áletruninni „Niður með brezka heimsveldisstefnu". Mér til mikillar undrunar upp- götvaði ég, að húsið, sem ég bjó í, nr. 15 við Nan Chitze, sem var í næstum þriggja mílna fjarlægð frá aðsetursstað brezku sendinefndar- innar, varð einnig eitt af „skot- mörkum“ mótmælenda. Fjögurra feta hátt „pappírstígris- dýr“, sem gert var úr strái og bar á höfði sér harðan hatt í brezkum „Jóns bola“-stíl, hékk framan á þakinu, sem var yfir garðhliðinu við húsið, er ég bjó í. Og fram- veggurinn var allur þakinn and- brezkum áróðursspjöldum, sem á * Þótt Stóra-Bretland hafi stjórnmála- samband við Rauða-Kína, hefur það kos- ið að hafa samt ekki sendiherra þar. Brezka sendinefndin, undir forystu sendi- fulltrúa, býr 1 tveim húsum í Peking, og er garðurinn umhverfis þau umlukinn steinvegg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.