Úrval - 01.04.1971, Qupperneq 92

Úrval - 01.04.1971, Qupperneq 92
90 ÚRVAL Síðla í júnímánuði fann ég svo fyrstu óróavekjandi áhrifin af op- inberum mótmælaaðgerðum, sem bent var gegn mér persónulega. Tilefni þeírra var hin opinbera heimsókn Kenneth Kaunda forseta í Zambiu í Afríku. Öllum öðrum fréttariturum var boðið út á flug- völl til þess að taka á móti honum og síðar í móttökuveizlu, er haldin var til þess að bjóða hann velkom- inn. En ég var útilokaður. Þegar ég spurði um ástæðu þessa, fékk ég þetta svar: „Þér vitið ósköp vel um ástæðuna.“ Það var á þessu stigi málsins, er ég ákvað að fara til Tokío samkvæmt uppástungu fréttastofunnar í Lundúnum og bíða þess þar, að það drægi úr hinni ofsalegu spennu, er nú ríkti í Pek- ing. Eg keypti flugfarmiða þangað þ. 11. júlí. En ég tafðist vegna ógnvænlegra frétta, er bárust frá Hong Kong. Þ. 8. júlí voru fimm lögreglumenn í þessari brezku nýlendu skotnir til bana af kínverskum kommúnistum, er voru hinum megin landamær- anna. Samkvæmt beiðni fréttastof- unnar í Lundúnum hélt ég kyrru fyrir í Peking til þess að fala þar hugsanlegra nýrra frétta um þessa afturför í skiptum Kínverja og Breta. Eg varð of seinn, þegar ég end- urnýjaði umsókn mína um flugfar- miða þ. 12. júlí, því að kvöldið áð- ur hafði Hsueh Ping, fréttaritari frá Fréttastofu hins Nýja Kína, verið handtekinn í Hong Kong vegna óeirða þar og ákærður fyrir að hafa stofnað til ólögmætra mót- mælafunda. Kínverska stjórnin ákvað nú að láta hart mæta hörðu með því að hindra það, að ég færi úr landi. Það er ástæða að skýra frá samtali mínu við starfsfólk Kínversku ferðaþjónustunnar við Stræti hins eilífa friðar, en það var á þessa lund: „Ég vildi gjarnan panta flugfar- miða til Kanton,“ sagði ég. og til- kynnti um leið nafn mitt. „Það eru engin sæti laus.“ „En í næstu viku?“ „Engin sæti.“ „Næsta mánuði?" „Engin sæti.“ „Hvað um sæti í járnbrautar- lest?“ „Engin sæti laus í lestum held- ur.“ Ég ók í skyndi til skrifstofu rík- isflugfélagsins í hinum enda Pek- ing. Þetta var nokkurra mílna leið. „Hafið þið nokkur sæti laus til Kanton?“ spurði ég ósköp rólega án þess að tilkynna nafn mitt. „Já, nóg af sætum,“ svaraði af- greiðslumaðurinn. Ég skýrði honum þá frá því, hver ég væri, og rétti honum gamla, ónotaða flugfarmiðann minn og ætl- aði að fá nýjan í staðinn. Hann kom tilbaka eftir 10 mínútur og sagði við mig: „Það hefur verið hætt við þetta flug.“ Ég átti augsýnilega að verða gísl, sem nota skyldi til þess að fá Hsu- eh Ping lausan, þótt þeir segðu það reyndar aldrei berum orðum. En þann 19. júlí var Hsueh Ping dæmd- ur í tveggja ára fangelsi í Hong Kong. Tveim dögum síðar var mér svo skipað að koma í Upplýsingadeild
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.