Úrval - 01.04.1971, Side 107

Úrval - 01.04.1971, Side 107
GÍSL í PEKING 105 aðgerðir ýmissa samtaka Rauðra varðliða. Þar höfðu verið sett upp nokkur skrifborð og komið fyrir rafljósum. Byggingin endurómaði brátt öll af fyrirgangi Rauðu varðliðanna, sem lömdu æðislega á hurðirnar og þunna gluggahlerana. Þeir voru teknir að . hrópa: „Sha! Sha!“ (Drepum! Drepum!). Það var aug- sýnilegt, að ytri varnirnar mundu brátt bresta. I bækistöðvum erlendra sendi- nefnda og sendiráða er alltaf um að ræða visst innra öryggissvæði, eins konar öryggiskjarna, þar sem ör- yggið er mest. Venjulega er um að ræða ramgirt herbergi einhvers staðar í miðju byggingarinnar, sem lokað er með ramgerðri málmhurð. Og í þessu herbergi eru geymd ým- is leynileg trúnaðarskjöl og plögg og ýmiss konar verðmætir hlutir. Er aðvörunarorð Hopsons gullu við, lögðu allir Bretarnir af stað til herbergis þessa. Þegar þeir voru komnir þangað inn, ýttu þeir stór- um málmskápum fyrir járnhurð- irnar og slökktu flest Ijósin. Loftskeytamenn hömuðust nú við loftskeytasenditæki þau, sem nota átti, þegar hættu bæri að höndum. Þeir sendu nú hverja orðsending- una af annarri til Lundúna og skýrðu frá því, að múgurinn væri að brjótast inn í bygginguna. En það uppgötvaðist reyndar síðar, að tvær ytri loftnetsleiðslur á bygg- ingunni höfðu verið klipptar sund- ur, og því barst ekkert orð frá senditækinu. Síðasta orðsendingin, sem móttekin var í Englandi, hljóð- aði svo: „Þeir eru að ryðjast inn í bygginguna!" Á eftir fylgdi svo þögn. Og því vissu menn ekkert um það klukkustundum saman, hver örlög brezka sendinefndarfólksins höfðu orðið. Þær stundir voru þrungnar ofboðslegri spennu. Mótmælendurnir höfðu komið með „brúður" með sér í gervi Breta, ,,brúður“, sem átti að brenna á táknrænan hátt. Einnig höfðu þeir komið með eldfim efni, sem þeir hlóðu undir gluggana á jarðhæð- inni og kveiktu síðan í. Brátt stóð stór hluti byggingarinnar í ljósum loga. Herbergið, sem 23 manneskj- ur hírðust í, fylltist bráðlega af reyk, og það fór að verða erfitt að ná andanum þar. Á meðan gerðu árásarseggirnir atlögu að hurðinni með sleggjum. Og það virtist sem þeir hlytu að streyma inn í her- bergið á hverju augnabliki. Hopson gaf því skipun um, að neyðarút- göngudyrnar skyldu opnaðar, og hann hélt svo út um þær í broddi fylkingar. Einn þeirra, sem fylgdi rétt á eftir Hopson, hefur lýst atburði þessum með eftirfarandi orðum: „Við munum atburðarásina mjög ógreinilega, vegna þess að á okkur dundu högg og barsmíðar í sífellu. Eg minnist þess, að Sir Donald kastaðist til hliðar og ég sá blóðið renna niður andlit hans eftir höf- uðhögg, sem hann hafði fengið. Og upp frá því varð hver að bjarga sér eftir beztu getu. Höggin dundu á okkur úr öllum áttum.“ Rifið var í hár sumra kvenanna og þeim haldið þannig. Og svo flettu Rauðu varðliðarnir pilsunum upp fyrir axlir þeim, og þær máttu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.