Úrval - 01.04.1971, Qupperneq 109

Úrval - 01.04.1971, Qupperneq 109
GÍSL í PEKING 107 leysi einstaklingsins, sem stendur einn og óstuddur. Og' ég hef snúið mér til Guðs í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. Ég bið hann Jiess tvisvar á dag, að ég megi losna frá þessum hörmungum. f kvöld hef ég verið heltekinn örvæntingu. Ég hef stunið upphátt „Þetta er helvíti á jörðu“ og „lif- andi dauði“. Það virðist sem ég ætli aldrei að losna úr þessu hræði- lega fangelsi. Stundum finnst mér sem ég sé að verða vitskertur. Ó, Guð, hvað verður um mig? Loks tók fangavistin í þessum pínulitla klefa enda. Þ. 3. nóvem- ber var ég fluttur inn í skrifstofu fyrrverandi þýðanda míns, en hún var við hliðina á'litla klefanum. Ég var enn í stofufangelsi, en þetta nýja íveruherbergi mitt var um 12 ferfet á stærð, á því voru tveir gluggar, og sneri annar þeirra út að garðinum. Veggirnir voru subbu- legir, allir útataðir í vígorðum ásamt litmyndum af Mao. En nú hafði ég nýtt rúm, sem flutt hafði verið niður af efri hæðinni, og borð, sem ég átti að fá að borða við. Og þ. 14. nóvember steig ég svo út í garðinn, í fyrsta skipti eftir að Rauðu varðliðarnir ruddust inn í hús mitt. Útiloftið var dásamlega ferskt. Mér var leyft að ganga þar fram og aftur í 30 mínútur. Ég gat skrefað endilangan garðinn í 22 skrefum. En samt voru dagarnir þrungn- ir tómleika. Þegar ég borðaði mat- inn minn einn á kvöldin, horfði ég upp í gluggakistuna og ímyndaði mér, að á henni væri röð af bók- um. Ég var heltekinn af lestrar- löngun, svo heltekinn, að hvert bréfsnifsi með letri á var mér sem dýrmæt auðæfi. Þegar ég var inni í baðherberginu síðdegis einn dag- inn, tók ég eftir því, að utan um flösku, sem innihélt sótthreinsun- arefni, var vafið gúmteygju. Það var nýbúið að koma með flösku þessa ofan af lofti. Og á bakhlið flöskunnar var lítill notkunarbækl- ingur. Fyrsta viðbragð mitt var áköf löngun til þess að lesa leið- beiningar þessar tafarlaust. En svo hélt ég aftur af sjálfum mér og ákvað að geyma mér þennan mun- að þangað til eftir kvöldmatinn. Og um kvöldið drakk ég í mig af geysilegum ákafa hinn bókmennta- lega glæsileika setninga sem þess- ara: Inflúensa: Notið kvölds og morgna í varúðarskyni, þegar faraldur geis- ar. MUNNSKOLUN: Notið daglega, blandað í um 6 lítra vatns. Þetta var minnisverð máltíð fyrir mig, sannkölluð veizlumáltíð! ZHIVAGOHERFERÐIN I byrjun desember fékk ég af- hentan eina pakkann, sem komst í mínar hendur allan þann tíma, sem ég sat í stofufangelsi. Hann hafði að geyma bækur, vindla og sælgæti. Og í tíu daga samfleytt sveif ég um í sæluvímu vegna áhrif- anna af lestrinum. En þegar kom- ið var fram í miðjan janúarmánuð árið 1968, var ég aftur orðinn ör- væntingarfullur. Og nú snerust all-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.