Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 112

Úrval - 01.04.1971, Blaðsíða 112
110 ÚRVAL nokkurra augnablika millibili allan daginn. Eg reyndi að hugsa um eitt- hvað, sem gæti komið mér til þess að hugsa um eitthvað annað en kyngingu. En ég komst að því, að því meira sem ég reyndi slíkt, því oftar þurfti ég að kyngja. Ég reyndi að sannfæra sjálfan mig um, að það er ómögulegt fyrir mannlega veru að fremja sjálfs- morð í svefni. En samt skynjaði ég, að eftir því sem eymd mín og van- líðan yxi og yrði meiri en svo, að hægt væri að gera sér slíkt í hug- arlund, mundi löngunin til þess að losna við slíkar kvalir jafnvel bera svefninn ofurliði og líkaminn mundi ganga fram í þvottaherbergið og taka rakblað af hillunni. ... Og ég trúði því nægilega sterkt, að þessi möguleiki væri fyrir hendi, til þess að ég gekk kyrfilega frá öllum rak- blöðum í hylkjum og lokaði þeim. Allt þetta varð ég að þola eftir sjö mánaða einangrun undir ströngu eftirliti varðmanna. Og ástand mitt fór síversnandi, eftir því sem leið lengur á febrúarmán- uð 1968. Þunglyndisköstin urðu sí- fellt verri og lengri. Er ég reyndi að sofa á næfurnar, heyrði ég sífellt í gegnum þunna hurðina hvert brakhljóð, er varð- maðurinn hreyfði sig í stólnum og hvert skrjáfhljóð í dagblaðinu, sem hann hélt á. Ég heyrði sötrið og kyngingarhljóðið, þegar hann saup vatn úr málmkönnunni sinni. Ég heyrði í honum, þegar hann geisp- aði. Ég heyrði í honum, þegar hann ropaði. Öll þessi hljóð sköpuðu ákafa kvöl í huga, mér, kvöl, sem mér var um megn að losna undan. Og að deginum varð ég að afbera það, að þessir sömu varðmenn störðu óaflátanlega á mig, þegar mér var leyft að ganga um úti í garðinum í 40 mínútur á morgn- ana og siðdegis. Ég horfði á gráar hellurnar í garðinum. Ég horfði upp í himininn. Ég horfði á töl- urnar á jökkum varðmannanna. Ég horfði á ekki neitt sérstakt. Ég starði jafnvel á varðmennina á móti til þess að sýna þeim, að ég hefði ekki látið yfirbugast. En það var þýðingarlaus tilraun. Augu þeirra fylgdust alltaf með mér, þrungin fjandsamlegri andúð og fyrirlitningu. Og þeir sögðu ekki orð. Ég fór nú smám saman að missa stjórn á mér. í útivistartíma mín- um einn daginn skeytti ég því engu, er varðmaðurinn gaf mér merki um, að ég skyldi snúa aftur til klefa míns, heldur gekk ég enn einu sinni eftir endilöngum garðinum. Yfirmaður varðflokksins varð ofsa- reiður. Og mér var hegnt fyrir óhlýðnina næsta dag. Ég fékk þá ekki að fara út. Er ég var að reyna að sofna nokkrum kvöldum eftir þetta, byrjaði varðmaðurinn, sem var á verði fyrir utan klefahurðina, að fægja pípumunnstykkið sitt með sandpappír. í næturkyrrðinni jók þetta sífellda sarghljóð taugaþenslu mína, þar til mér fannst ég vera að springa. Ég hafði verið ákveðinn í að forðast nokkra árekstra við varðmennina. En þetta sífellda sarg hélt stöðugt áfram. Og skyndilega missti ég alveg stjórn á mér. Ég æddi fram að hurðinni, svipti henni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.