Úrval - 01.04.1971, Side 115

Úrval - 01.04.1971, Side 115
GÍSL í PEKING 113 brautarvagninum, sem ég var í, streymdi stöðugur lofgerðar- og til- beiðsluóður, nema meðan á svefn- tíma stóð um blánóttina. Og inni í hverjum klefa var einnig hátal- ari, sem hægt var að lækka í en ekki skrúfa fyrir. Ég tók eftir því, að jafnvel á trjá- stofnum milli hrístjarnanna, sem voru á stöllum hver uppi af ann- arri úti á landsbyggðinni, gat að líta myndir af Mao, sem höfðu ver- ið negldar á þá. í tjörnum þessum strituðu berfættir bændur, plægðu, sáðu og báru jarðveg í nýja stíflu- garða. Og í fjallshlíð eina, sem var í nokkurra mílna fjarlægð frá járn- brautarteinunum, hafði verið rist vígorð þetta: „Lengi lifi okkar mikli leiðtogi Mao Tse-tung“. Það hafði verið rist ,í fjallshlíðina með kínverskum stöfum, sem hljóta að hafa verið 20 til 30 fet á hæð. Hvað þessa lifandi goðsögn snertir, þá sá ég hana eitt sinn ljós- lifandi í Peking, áður en ég var handtekinn. Það var þ. 1. maí árið 1967. Og geysilegur mannfjöldi hafði safnazt saman meðfram göt- unum á bak við þrefaldar raðir hermanna úr Þjóðfrelsishernum. Þegar jeppi kom fyrir götuhorn þarna nálægt, urðu nokkrir ungl- ingar, sem stóðu við hlið mér, al- veg óður. Þeir hoppuðu upp og niður, æptu og hrópuðu, veifuðu rauðu kverunum sínum og ruddust að hermannaröðinni. Ég reyndi að standast þessa holskeflu og missa ekki fótanna. Ég var með kvik- myndavél með mér. En svo mikið var uppnámið, er Mao fór fram hjá, risavaxinn og teinréttur og mjög tignarlegur, að ég snerti jafnvel ekki myndavélina. Strax og hann var farinn fram hjá, ruddust óðir áhorfendur út á götuna fyrir aftan bílalestina og fylgdu henni eftir. Og svo raðaði fólkið sér aftur upp við Hlið hins himneska friðar í þeirri von, að hann mundi fara þar um og það fengi að sjá hann aftur. Mínúturnar urðu að hálftíma, og enn gerðist ekkert. Myndarlegur kínverskur piltur, líklega um 18 ára að aldri, sem stóð fyrir framan mig, sneri sér þá skyndilega að mér og spurði á ensku mér til mikillar undrunar: „Eruð þér ekki enskur?“ Ég sagði, að svo væri. Maður verður sjaldan var við enskt tal- mál í Kína. Og ég reyndi að finna eitthvað til þess að ræða um við piltinn. Loks spurði ég aulalega: „Afsakið, en eftir hverju bíðið þér hérna?“ „É'g bíð auðvitað eftir að sjá Mao formann,“ svaraði hann. „Hvers vegna?“ spurði ég. „Af því að ég elska Mao for- mann,“ svaraði hann lágt og ró- lega. Hann gerði það líka augsýni- lega. Og þessi yfirlýsing hans hafði miklu meiri áhrif á mig en nokkur opinber áróður. JÓLAKVEÐJUR Einangrunarfangavist mín stóð yfir í 249 daga samfleytt. Að þeim tima liðnum komu þeir Sir Donald Hopson og brezki sendiráðsritarinn John Weston í heimsókn til mín. Kínverjar leyfðu þessa heimsókn gegn því, að kínverskir fulltrúar fengju að heimsækja kommúnisku fréttaritarana fimmtán, sem sátu í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.