Úrval - 01.04.1971, Qupperneq 116

Úrval - 01.04.1971, Qupperneq 116
114 ÚRVAL fangelsi í Hong Kong. Hopson byrj- aði á að lesa orðsendingu frá móð- ur minni og aðra frá aðalfram- kvæmdastj óra Reutersfréttastofunn- ar. Ég var sérstaklega glaður við að fá fréttir af móður minni, þar eð mér höfðu aðeins verið afhend tvö af bréfum þeim, sem hún skrif- aði mér. Það var mér mikil tilfinningaleg reynsla að sjá nú fyrstu vingjarn- legu andlitin eftir níu mánaða fangavist. En heimsókn þessi olli mér líka beiskum vonbrigðum, því að Hopson gat ekki fært mér nein- ar ákveðnar upplýsingar um það, hvað um mig yrði. Hann gat að- eins sagt þetta: ,,Þótt lausn yðar úr stofufangelsi sé ekki alveg á næstu grösum, er ástandið samt betra núna en það var fyrir níu mánuð- um.“ Ég frétti, að George Brown ut- anríkisráðherra hefði tvisvar gert árangurslausa tilraun til að skipta á mér og Hsueh Ping, fréttaritara Fréttastofu Nýja Kína, sem settur hafði verið í fangelsi í Hong Kong. Ég lagði þann skilning í gagnsleysi þessarar tilraunar, að lausn mín væri nú ekki lengur bundin einum manni, heldur öllum föngunum fimmtán í Hong Kong og að ég slyppi því líklega ekki fyrr en þeir slyppu. Ég varð reiður og móðgað- ur, er ég gerði mér grein fyrir þessu. Og samt var dásamlegt að hitta samlanda mína, sjá litrík háls- bindi þeirra og jakkaföt og virða þessi ensku andlit fyrir mér. Einangrun mín hófst á nýjan leik, strax og þeir voru farnir, og þó með einni þýðingarmikilli und- antekningu. Nokkrum dögum eftir heimsókn þessa spurði ég, hvort ég mætti skrifa bréf heim, en mér hafði hingað til verið neitað um slík forréttindi. Eftir stutta bið var mér sagt, að ég mætti skrifa eitt bréf á mánuði, annað hvort móður minni eða „eiginkonu“. (Þótt op- inberleg vitneskja væri fyrir hendi um það, að ég var ekki giftur, hafði Shirley McGuinn * vinkona mín oft skrifað mér. Flest bréf hennar höfðu verið endursend, en með óbil- andi þrautseigju sinni hafði hún aflað sér réttar til þess að fá fréttir af mér). Meðhöndlunin á mér hélt áfram að einkennast af sömu hörku og fyrr að öllu öðru leyti. Allan vet- urinn hafði ég mátt opna glugga, ef ég óskaði þess. En nú negldi tré- smiður gluggana aftur, einmitt þeg- ar sumarið var í nánd. Þegar sum- arhitarnir urðu sem mestir í Pek- ing, sat ég hreyfingarlaus í stólnum mínum með beina bakinu. Og samt streymdi svitinn stöðugt úr hverri svitaholu. É'g tók til að semja krossgátur og skrifa smásögur til þess að afla þannig heila mínum viðfangsefna. Ég gætti þess, að verðirnir yrðu ekki varir við þessa iðju mína, því að ég óttaðist, að efni þetta, og þá einkum dagbókin mín félli í hend- ur kommúnista. Ég faldi oft blöðin innan á mér, en af einhverjum ástæðum var aldrei leitað á mér. Og mér tókst að smygla öllum skrifum mínum burt, er mér var sleppt. * Hún varð frú Grey þ. 3. paríl 1970.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.