Úrval - 01.04.1971, Síða 118

Úrval - 01.04.1971, Síða 118
116 ÚRVAL að hafa haft áhrif á einhver hörð hjörtu hinna kommúnisku embætt- ismanna, því að um þessi jól sýndu þeir, sem réðu fangavist minni, eitt lítið dæmi um göfuglyndi. Það var engin skýring á göfuglyndi þessu önnur en sú, að jólakortin hlytu að hafa haft einhver áhrif. Ég hafði farið fram á það að mega senda móður minni, Shirley og Reutersfréttastofunni jólakveðj- ur í símskeytum. Og leyfi var veitt til slíks á aðfangadagskvöld. Ég af- henti matsveininum kveðjurnar, og átti hann svo að fara með þær til varðmannanna í næsta herbergi. Hann sneri strax aftur með miklu handapati. Mér tókst að gizka á það að nokkrum mínútum liðnum, hvað hann væri að reyna að segja mér. Ég braut saman pappírsörk og lét hana standa uppi á endann á borðinu. Hann kinkaði kolli ákafur á svip. Það var verið að bjóða mér tækifæri til þess að senda jóla- kveðjur! „’Ég fara og kaupa,“ sagði mat- sveinninn. Ég afhenti honum pen- ingana, og brátt kom hann tilbaka með tylft af nýjárskortum með kín- verskum áletrunum. Mér til mik- illar undrunar var eitt þeirra mjög ólíkt hinum. Framan á því var mynd af vetnissprengingu. Þar gat að líta ský, sem breikkaði og óx og teygði sig til himins. Það var í glæstum litum. Og fyrir neðan myndina gat að líta þessa setningu með kínversku letri: „Hugsun Ma- os Tse-tungs er andleg kjarnorku- sprengja". Ég gat ekki komizt hjá því að brosa að þessu korti, sem var svo fáránlegt í okkar augum. Mig lang- aði að senda það til Harolds Wil- sons forsætisráðherra með þessari einföldu kveðju: „Gleðilegt nýjár . . . að öðrum kosti... En það var lítill möguleiki á því, að það fyndi náð í augum ritskoðunarinn- ar í Peking. Því sendi ég það til Reutersfréttastofunnar með ósköp venjulegri persónulegri kveðju. 806 DAGAR Síðla í maímánuði árið 1969 var garðhliðið opnað og hópur manna streymdi inn um það. Þeir báru langar stangir, og við enda þeirra var fest fjölum. Við fjalirnar voru festar stórar sandpappírsarkir. Og ég fann til vaxandi æsingar, er þeir tóku að nudda burt vígorðin, sem máluð höfðu verið á vegginn gegnt glugganum mínum með tveggja feta háum kínverskum bókstöfum. Og stafirnir tóku smám saman að hverfa í rykskýi. Þetta var fyrsta vísbending þess á næstum tveim árum, að fangelsisvist minni færi kannske senn að ljúka. Næst hélt vinnuhópurinn inn í húsið og hreinsaði þar til. Og næsta dag komu þeir aftur með fötur, full- ar af hvítri málningu, og málning- arpensla og tóku til að mála vegg- ina. Og þ. 30. maí kom loks túlkur frá Öryggismálastofnuninni inn í klefann minn og tilkynnti mér, að framvegis yrði mér leyft að nota efri hæðina í húsinu í þrjá klukku- tíma á hverjum degi. Ég frétti það seinna, að ástæðuna fyrir því, að vígorðin höfðu verið þurrkuð burt og ég hafði fengið svolítið meira olnbogarúm í fang-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.