Úrval - 01.10.1973, Page 13
UPPRUNI MANNSINS — NÝJAR KENNINGAR
11
í Border Cave (hellinum) á landamærum Swazilands og Natal.
hefur þá þegar fyrir 100 þús. árum
átt sínar eilífðarvonir og himinþrá.
Hann hefur einnig þá átt sínar hugs
anir um tilgang lífsins, forlög og
mannleg örlög og gert sínar skýr-
ingar í orsakaleit.
Þessar landamærauppgötvanir frá
Suður-Afríku og Kenya, og til við-
bótar ýmislegt fleira frá Afríku á
síðasta áratug hefur því mjög graf-
ið undan grunni alls konar áður
sennilegra ágizkana og kennisetn-
inga.
Beinafundur í Peking og Japan,
sem bendir til 500 þús. ára aldurs,
hefur verið hornsteinn þeirra kenn-
inga að maðurinn sé upprunninn í
Asíu og hafi svo færzt vestur á bóg-
inn.
Þeir telja Afríku ekkert hlutverk
hafa leikið í þróunarsögu mann-
kyns, og hún er sögð líkt og land-
fræðilegur útskagi, sem menn hafi
reikað til rétt svona á síðari dögum
þróunarinnar.
Þrátt fyrir uppgötvun Raymond
Darts prófessor 1925 um miklu
eldi dýraleifar í Afríku en áður var
álitið, nokkurs konar millistig
manns og apa, voru ágizkanir um
uppruna manns í Afríku hverfandi
unz þær fengu nýjan kraft við auð-
legð nýrra uppgötvana mannfræð-
inganna Louis og Mary Leakey í
Tanzaníu.
Arið 1959 komu þau öllum heim-
inum á óvart með því að finna
nærri tveggja milljóna ára haus-
kúpu af dýri náskyldu manni að
minnsta kosti.
Ári síðar 1960 fundu þau heilabú
og neðri kjálka sérstæðs frum-
manns ásamt tálguðum steintólum,
sem hann hlaut að hafa notað.
Þau nefndu þetta „iðnaðarmann-
inn,“ Homo habilis.