Úrval - 01.10.1973, Side 35
KlMNIN — BEZTA LYFIÐ
33
meðan ég var barn. Við gengum
ekki í skóla. En skólinn sótti okkur.
,.Sjáðu okkur brosa“
Sjúkrahúsin komast nú óðum að
þeirri aðferð, sem mætti kalla að
lækna með leikjum. Sjúklingur,
sem er ánægður hefur margfaldar
líkur til bata á við hinn óánægða.
Aðferðin er: Skemmtun og glað-
legt umhverfi.
Þetta varð mér fyrst ljóst, þegar
ég heimsótti sjúkrahúsin í annarri
heimsstyrjöldinni og enn blasir það
sama við í Vietnam.
Eg þarf svo sem ekki mikið að
gera: Heilsa glaðlega, létt handtak,
eitt gamanyrði, eitt bros og byrðin
léttist.
Samt hafa hryllilegar þjáningar
hinna særðu hermanna skapað mér
djúpt hatur á styrjöldum, sem yfir-
gnæfir öll áhrif aðdáunar og virð-
ingar fyrir þeim sem berjast.
Ég man eftir skemmtun fyrir fólk
á geðveikrahæli hér í Bandaríkjun-
um.
„Ég ætla að syngja fyrir ykkur
vísu,“ sagði ég. „En til þess þarf ég
einhvern, sem leikur á hljóðfæri. Er
hér einhver, sem kann að spila:
„Kátir voru karlar?“ „Já, Kalli get-
ur það,“ var svarað í einu hljóði.
Kalli kom feimnislega að píanó-
inu og lék lagið með einum fingri
meðan ég söng vísurnar.
Mánuði síðar fékk ég bréf frá
lækni við þetta sjúkrahús. Hann
sagði:
„Ég veit þér verðið glaðir yfir
því, að frétta að Kalli, sem var einn
hinna þunglyndustu á þessari deild,
hefur gjörbreytzt frá þeim degi,
sem þér komuð honum til að brosa
og leika á hljóðfærið. Hann er að
verða fær um að sjá um sig sjálfur.“
Síðan hef ég heimsótt mörg
sjúkrahús og veit nú miklu meira
um, hvað gæti gjört þau viðfeldnari
verustaði, ef reynt væri.
í Biloxi í Missouri fékk einn vörð
ur í gamla spítalanum 60 sjúklinga
úr Vietnam-stríðinu til að mála hús
ið í ljósum léttum litum og fleira
þess háttar.
„Við finnum að sjúklingnum batn
ar fljótar í björtu umhverfi," segir
Sheppard forstjóri.
Hvergi njóta þó glaðlegir litir sín
betur en í barnaspítalanum í St.
Louis. Þegar dauðhrætt eða kvíða-
fullt barn á að fara í röntgenmeð-
ferð, eru því fengin fjölbreytt leik-
föng í hendur.
Dr. Armand Brodeur, einn þeirra
sem helzt hafa barizt fyrir breytt-
um aðstæðum á sjúkrahúsum segir
á sinn skemmtilega hátt:
„Það er kjánalegt blátt áfram að
ímynda sér að sjúkrahús þurfi að
vera eins og sjúkrahús. Sjáðu okkur
brosa. Við erum innviðir hér líka.“
,,Tími til að dansa“
Margir álíta samt að skemmtanir
séu syndsamlegar. En mig langar til
að minna þá á uppáhalds ritningar-
grein Kennedys forseta úr Predik-
aranum:
„Tími er til að gráta, tími er til
að hlæja, tími er til að dansa.“ Og
á síðari árum hefur framkvæmd
guðsþjónustunnar orðið með léttari
blæ og líka áhrif hennar.
Kaþólska kirkjan er nú farin að
hafa fjöldaguðsþjónustur. Duke