Úrval - 01.10.1973, Page 65
Areiðanleg skýrsla um yfirvofandi framsókn
Rauða-Kína sem kjarnorkurisaveldis
og hvaða áhrif það getur haft á framtíð jarðarinnar
Tennur fyrir kínveska
tígrisdýrið
Eftir CHARLES J. V. MURPHY
^ ag einn seint á árinu
1959 var John A.
ÍK McCone, stjórnarfor-
^ manni bandarísku kjarn
orkunefndarinnar, sýnd
hin sameinaða kjarn-
orkustofnun í Dubna, einu úthverfi
Moskvuborgar. Hér var fremstu vís-
indamönnum og verkfræðingum í
hinum kommúnistiska heimi kennd
ar nýjustu kenningar 1 kjarnorku-
fræðum og nýtingu þeirra. Á meðal
þeirra voru margir Kínverjar. Leið
sögumaður McCone, háttsettur sov-
ézkur embættismaður, viðurkenndi
áhyggjur Sovétmanna vegna hinna
hröðu tækniframfara Kínverja og
hættuna af áframhaldandi samstarfi
við þá. „Kínverjar", sagði fylgdar-
maðurinn kuldalega, “verða okkar
framtíðarvandamál og kannski ykk
ar líka.“
Nokkrum mánuðum seinna, á
miðju ári 1960, urðu vinslitin al-
gjör á milli Rauða-Kína og Sovét-
ríkjanna. Innan eins eða tveggja
ára voru Kínverjar að mestu horfn-
ir frá Dubna. Það sem þeir tóku
með sér heim, í höfðum sínum, á-
samt því, sem starfsbræður þeirra
„höfðu fengið að láni“ frá öðrum
aðilum, reyndist samanlagt nægja
tilgangi Kína. Aðeins fjórum árum
eftir vinaslitin, sprengdu kínvei’skir