Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 8

Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 8
Noregi. Frændur Þóris, nákomnir, gerðust landnámsmenn á ís- landi. Samkvæmt Landnámu og Laxdælu var bróðir Þóris að Sel- fossi Veðrar-Grímur Ásason. Sonur Veðrar-Gríms var Kollur (Dala-Kollur) faðir Höskulds, föður Ólafs páa. (Laxdælir í Döl- um). Bróðir Ása hersis, föðurbróður Þóris, var Grímur landnáms- maður á Ströndum, faðir Sel-Þóris landnámsmanns á Rauðamel á Snæfellsnesi. Frá honum eru Rauðmelingar komnir. Þórir Ása- son og niðjar hans hafa þannig verið í frændsemi og venzlum við tvær merkar og kynsælar ættkvíslir í Dölum vestur og á Snæ- fellsnesi. Þar sem Þórir Ásason var svo mikillar ættar sem lýst hefur verið, er auðsætt, að hann hefur ætlað sér stóran hlut í sínu land- námi. Fyrir þær sakir virðist eðlilegast, að hann hefði valið sér bústað um miðbik landnámsins, enda hlotið að vera sjálfráður um staðarval. En hann kýs sér Selfoss í efsta hluta og útjaðri landnáms síns. Þurrlendi hefur hlotið að vera á bökkum Ölvesár í árdaga og hvarvetna grjót og torf til húsagerðar. Áin hefur verið full af veiðiskap. Þar hefur „sindrað á sægengna laxa“ og silunga, kópalátur og eggver í eyjum og hólmum. Laugardælaeyjarnar hafa sjálfsagt verið í landnámi Þóris, en kirkjuvaldið náð þeim síðar undir sig. Nafnið Selfoss er tvímælalaust dregið af selagengd en ekki selstöðu. Enn má minna á það, að umhverfi Selfoss er og hefur jafnan verið fegursti staðurinn í Kallnesingahreppi. Land- námsmaðurinn, sem upprunninn var í Haddingjadal, hefur borið gott skyn á þá náttúrufegurð, er blasti við honum nær og fjær. Mann furðar á þessu nafni Kallnesingahreppur. Eðlilegra hefði verið Selfosshreppur. Engin söguleg gögn eru varðveitt, er sanni vald og veraldargengi Þóris og niðja hans. Varð hann skammlífur? Brutust hér til valda Glömmuðir af Eyrum? Eigi finnst getið kvonfangs Þóris. En landnámabækur nefna nokkra niðja hans. Sturlubók og Þórðarbók eru sammála um að telja í 4. lið frá Þóri prestana Hámund Tyrfingsson og Þórbjörn Tyrfingsson. Þór- bjarnar er getið í Biskupasögum og í Prestatali er hann talinn prestur í Goðdölum á 11. öld. Sonur hans virðist vera Hámundur Þórbjarnarson pr. Goðdölum næst á eftir Þórbirni á fyrsta tug 12. aldar. Af niðjum Þóris Ásasonar er að öðru leyti engin saga. Eru 6 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.