Goðasteinn - 01.03.1964, Page 10

Goðasteinn - 01.03.1964, Page 10
Tryggvi Gunnarsson tekur að sér að byggja brúna. Smíðinni er lokið í september 1891 og brúin vígð 8. sama mánaðar. Árið 1895 er svo gerð brú á Þjórsá hjá Þjótanda. Hafa nú verið stigin stór spor í samgöngumálum Sunnlendinga. Selfoss kominn í þjóðbraut og orðinn samgöngumiðstöð alls Suðurlands. Ný vegalög eru sett á Alþingi 1894 og vegagerð mjakast áfram. Bílaöld hefst 1913, og skipulegar ferðir með fólk hefjast milli Reykjavíkur - Selfoss - Eyrabakka 1918. Áætlunarferðir byrja brátt til fleiri staða innan sýslu og austur um Rangárþing. Þá er og tekið að hugsa fyrir eflingu atvinnuvega á Suðurlands-sléttunni. Lög um Flóaáveitu eru sett á Alþingi 1917, banki stofnaður á Selfossi 1918 (Otibú Lands- banka íslands), Skeiðaáveita og Fióaáveita taka til starfa. Mjólk- urbú Flóamanna hefur starfsemi og stofnað er Kaupfélag Árnes- inga. Er nú kominn skriður á og hafin ný landnáms- og frægðar- öld, ekki einvörðungu á Selfossi, heldur og hvarvetna sunnanlands. Verður nú að lokum vikið nokkuð að þróun mála á Selfossi og stofnun Selfosshrepps. III. SELFOSSHREPPUR Með stofnun og starfrækslu Mjólkurbús Flóamanna (M.B.F.) og Kaupfélags Árnesinga (K.Á.) tók að aukast byggð á Selfossi og nágrenni. Hófst þá landnám í nýum stíl á Selfossi í Sandvíkur- hreppi, á sneið þeirri af Hraungerðishreppi, þar sem M.B.F. var staðsett, og vestan Ölvesár á Langanesi og Fossnesi í Ölveshreppi. Þessi hraðvaxandi byggð átti enga samleið með seinagangi mála í hreppsfélögum þeim, er hún var vaxin upp í. Þarfir og kröfur þessarrar nýlendu um vatnsveitu, vegagerð og holræsagerð 0. fl. urðu brátt knýjandi. Auðsætt var, að þessir frumbýlingar urðu að taka þessi mál og öll sín mál í eigin hendur og stjórna þeim sjálfir. Fyrir þessar sakir er horfið að því ráði að stofna nýtt hreppsfélag. Selfosshreppur var stofnaður samkvæmt sérstökum lögum frá 1946. Fyrsta hreppsnefnd var kosin 26. janúar 1947. Kosningu hlutu Björn Sigurbjarnarson, Diðrik Diðriksson, Egill Grímsson Thor- arensen, Ingólfur Þórsteinsson, Jón Yngvarsson frá Skipum, Jón 8 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.