Goðasteinn - 01.03.1964, Side 21
pokana, var farið að slægja. Það var nú ekki alveg vandalaust.
Það þurfti að hringskera kviðarholið alveg við beinið, svo flugan
hefði þar ekki hol til að verpa í, meðan á þurrkun lúrunnar
stóð. Um leið þurfti að draga hnífinn fram, sem næst höfðinu,
svo ekki skertist hnakkabitinn á lúrunni, því það er þykkasti og
matarmesti bitinn. Það sem ekki var soðið og borðað strax, var
breitt til þerris. Þegar lúran var farin að þorna svo, að skel var
komin á hana, var hún dregin upp á bönd, sem næst faðmlanga
spotta. I lúrubönd var oft notað spunnið taglhár, það var sterkt
og þurfti ekki að vera svert. Lúruböndin voru hengd yfir rá
eða í hjall, ef til var, og látin hanga þar, unz þau voru fullhörð.
Þá voru þau látin uppá skemmu- eða hjallloft og oft geymd
þar fram á vetur.
Venjulega var lúruveiðin byrjuð upp úr því, að mánuður var
af sumri, ef rigning kom og sagt var, að komið hefði nývetni.
Það fékkst stundum dálítil veiði svo snemma, en þá var lúran
mögur, svo skammt frá gottíma. Var svo haldið áfram að fara
í ál, af og til til sláttar og oft daglega. Oft var líka farið um
sláttinn, og alltaf fitnaði lúran, eftir því sem lengra leið á sum-
arið. Menn komu úr sveitinni, hingað og þangað, til þess að
fá að fara í ál, stundum jafnvel úr næstu sveitum. Alltaf fóru
einhverjir með frá Einholti, einn eða fleiri. Fyrir kom, að að-
komumenn voru heima þar og unnu fyrir lúruhlut sínum við
heyskap eða annað.
Lúran var soðin ný til matar um veiðitímann og þótti mjög
ljúffeng, hvenær sem hennar var völ. Oft var hún soðin, þegar
hún var svolítið farin að harðna, þá hélt hún sér betur upp úr
pottinum. Farið var að hleypa lúruna, þegar hún var langt komin
að þorna. Var henni þá stungið í taðglóðina á hlóðunum - síðar
í eldavélarofninn - og látin hitna, þar til beinin fóru að losna.
Var hún þá tekin og nudduð milli handa, þar til beinin lágu
laus. Þá var henni drepið í kalt vatn, svo hún yrði ekki of hörð
og hrykki undan tönn. Við þessa meðferð varð lúran mjúk og
þótti mesta sælgæti. 1 þriðja lagi var lúran borðuð fullþurr sem
harðfiskur, skorin niður í smárenglur frá sporði til hnakka og
magaops. Hún var þá borðuð með beinum, nema hvað hryggur-
Goðasteinn
19