Goðasteinn - 01.03.1964, Page 22
inn var skilinn eftir. Hörð lúra bragðaðist vel, ekki sízt, þegar
komin var húsrekja í hana. Vel fann maður þá, hvenær hún var
matarmest, miðað við veiðitíma. Lúran, sem veiddist fyrst á
vorin, þótti matarlítil, þegar beinagrindin sást greinilega gegnum
roð og fisk á henni harðri. Lúran, sem veidd var, þegar kom
fram á sumar, var bústin, fullhörð, og með fitu í rafabeltum.
Fitan féll manni vel, þótt hún væri stundum farin að þrána.
Hún gaf þó alltaf mýkt í matinn. Ég vissi til, að á sumum bæjum
voru lúruhausarnir líka notaðir til matar. Þeir voru þvegnir upp,
hertir, dregnir upp á spotta og síðan látnir í sýru. Sama var
gjört við smáu lúruna, kóðið. Sömu leið var þá og einnig farið
með mögru, hörðu lúruna frá vorinu. Þetta þótti allt ágætis-
matur, þegar sýran var búin að gera beinin mjúlc.
Vel á við að ljúka þessum þætti með gamalli vísu um Horna-
fjörð:
Hornafjörður hefur þann prís,
helzt yfir sveitir allar,
að mörgum er þar matbjörg vís
þá miðjum vetri hallar.
20
Goðasteinn