Goðasteinn - 01.03.1964, Side 24

Goðasteinn - 01.03.1964, Side 24
vaðinn við hann fast niður við grasrótina. Lóðrétt berg á að gizka rúmar tvær mannhæðir var niður á miðja hilluna. Um annan stað var ekki að ræða, ef fá átti hald fyrir hælinn. Ég renndi mér niður, en lömbin stukku austur í hilluna eins langt og þau komust. Ég fór að fikra mig í áttina, hægt og hægt, mjaka mér áfram þumlung eftir þumlung, helzt svo liðlega, að lömbin gætu ekki séð, að neitt á mér hreyfðist. Syllan var slepjug og sleip og hallaði dálítið niður. Ég hafði því vaðinn með mér, enda þótt mér væri ljóst, að lítt gæti ég notið hans, ef ég rynni til, vegna þess hvað hann lá mikið á ská. Þegar ég átti um það bil faðm eftir, fór ég að fara ennþá hægar, lét aðra hendina fara útrétta á undan. Til að venja lömbin við þessa breytingu, staðnæmdist'ég alveg stundarkorn. Annað lambið var sýnilega styggara, var ókyrrt og hvimaði með augunum í leit að undankomuleið. En það var engin önnur leið. Hillan endaði í sléttu bergi og svo beljaði áin kolmórauð fyrir neðan. Ég krafsaði niður í gamalt fýlahreiður með hægri hend- inni til að ná einhverri handfestu, en með hinni greip ég snöggt í hálsinn á lambinu, sem nær var. Það tók viðbragð, spyrnti fast í, tókst á loft, svo ég átti fullt í fangi með að halda mér. Ég sætti færi, þegar það kyrrðist, og skellti því á bakið. Svo fór ég að mjakast með það aftur á bak, þumlung í senn og loks var komin niðurstaða á vaðinn. Þá batt ég lambið fast í kaðalinn, fór sjálfur upp eftir honum og dró lambið því næst upp til mín og sleppti því þar. Jæja, vel hafði þetta tekizt, hugsaði ég, Þokkalegt, ef ég hefði hætt við. Ég renndi mér niður í snatri, því að lambið sem eftir var, æddi nú aftur og fram um sylluna. Ég stillti svo til að hafa það sömu megin og áður. Svo hófst sama sagan með smá tilbrigðum. Ég dró með mér vaðinn eins og áður og handsamaði lambið um síðir. Lét það hálfu verr en hitt. Þegar ég hafði mjakað mér vel hálfa leið afturábak, lak af mér svitinn í stríðum straumum, enda of klædd- ur til þess arna í regnúlpu. 22 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.