Goðasteinn - 01.03.1964, Side 28

Goðasteinn - 01.03.1964, Side 28
Þá var báðum sælt að sinna sínum þckku hugðarmálum. Bros og ambur barna þinna birtu ljúfa færði sálum. Gcðrór beittir hagleiks höndum, hlúðir vel að snotru búi. ástvinanna bundinn böndum bóndinn virti, eðlistrúi. Þokast skuggi böls á brautir, blíðlynd æskuvinan dáin, harðar reyndir hugarþrautir, héla grænu vona-stráin. Lostnir böli ljúfir sveinar. Líkt og þaninn strengur brysti, þegar dáður ungur Einar ána hinzta kvöldið gisti. Hnignar reisn og sölnar sjónin. Sæmdar veittu stoð í elli dyggðum prýddu heiðurshjónin heima við á Rauðafelli. Börn þín einnig beindu ljóma blíðu og ást í heimaranninn. Liðið kyrrlátt líf með sóma lofar gengna heiðursmanninn. Einar J. Eyjólfsson.

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.