Goðasteinn - 01.03.1964, Qupperneq 29
Haraldur Guðnason:
[lilllur llilds Erlendssonar lirepiisljóra
í Dúfu á Lamli
Erlendur var maður nefndur, Jónsson. Hann var fæddur 23.
maí 1777 í Helli. Jón, faðir Erlendar, var sonur Odds bónda í
Ketilhúshaga, bjó fyrst í Helli, þá í Vetleifsholtshelli í Holtum og
loks í Litla-Klofa á Landi frá 1806. Jón var fæddur 1745, en
andaðist 22. maí, 1820. Er ætt þessi rakin til Oddaverja. Móðir
Jóns var Steinvör Jónsdóttir í Bolholti, Þórarinssonar.
Kona Jóns Oddssonar var Halldóra, fædd 2. sept. 1742 á Rauð-
nefsstöðum, d. 15. des. 1837, Halldórsdóttir (1712-1791), bónda á
Rauðnefsstöðum, síðast bóndi á Tjörvastöðum í aldarfjórðung,
Bjarnasonar á Víkingslæk. Kona Halldórs var Valgerður (1711-
1785) Þorsteinsdóttir frá Rauðnefsstöðum, Sigvaldasonar í Múla-
koti í Fljótshlíð.
Erlendur hóf búskap í Lindarbæ um 1797. Frá Lindarbæ fluttist
hann að Litla-Klofa á Landi, en síðast bjó hann í Þúfu þar í
sveit. Hann andaðist árið 1839. Erlendur kvæntist árið 1797 Ing-
veldi Gísladóttur, sem fædd var í Lindarbæ árið 1776, Þorvarðs-
sonar í Sandhólaferju í Holtum (f. 1698), Guðmundssonar í Stúf-
holti, Jónssonar.
Þau hjón, Erlendur og Ingveldur, áttu 9 börn. Var Oddur í
Þúfu, sem nokkuð verður frá sagt í þætti þessum, þeirra yngstur.
Meðal barna þeirra var Valgerður (f. 1798), er átti Ólaf á
Ægissíðu, Sigurðsson. Þeirra sonur var Ólafur bæjarfulltrúi í
Reykjavík, faðir Ólafs fríkirkjuprests, Sigurþórs smiðs, frú Ólafíu
á Fellsmúla og þeirra systkina. Er mikill ættleggur frá Valgerði.
Jón hét sonur Erlends bónda. Hann bjó á Ormsvelli í Hvol-
hreppi. Sonur hans var Tómas bóndi í Miðhúsum, fæddur 14.
júlí 1850, d. 31. des. 1889. Kona Tómasar var Sigurlaug Sigurðar-
dóttir frá Móakoti í Garði. Þau hjón áttu margt barna, en flest
Goðasteinn
?~7